
Handbolti
Fram í 8-liða úrslitin

Framarar tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum SS bikarsins í handbolta þegar þeir lögðu Fylki 34-31 á heimavelli sínum, eftir að gestirnir höfðu verið með tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Þá vann Akureyri öruggan sigur á ÍR 2 með 33 mörkum gegn 26.