Vogunarsjóðir gegn Stork 24. nóvember 2006 16:51 Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins. Sjóðirnir gera ennfremur kröfu um að hluthafar fái að taka afstöðu til fyrirtækjakaupa eða sölu á hluta fyrirtækisins sem nemur meira en 100 milljónum evra. Eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Marels, Eyris og Landsbankans, á um 8% hlut í Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Stork um að kaupa þann hluta fyrirtækisins sem er í svipuðum rekstri og Marel, en stjórnendur Stork hafa einnig lýst vilja til að stækka þá rekstrareiningu, til dæmis með því að kaupa Marel. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að vogunarsjóðirnir tveir vilja kljúfa fyrirtækið upp og selja hluta þess. Þeir hafi haft betur í atkvæðagreiðslu á sérstökum hluthafafundi fyrir rúmum mánuði en stjórn félagsins hafnaði þeirri niðurstöðu nýlega. Greiningardeildin hefur eftir yfirlýsingu frá stjórn Stork í gær en þar ítrekaði hún andstöðu sína við hugmyndir um að skipta félaginu upp. Þar er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra Stork að umrótið í kringum félagið haldi áfram og muni augljóslega hafa neikvæð áhrif á það. Centaurus og Paulson hóta því að fara með málið fyrir dóm verði stjórnin ekki við kröfum þeirra, að því er greiningardeildin segir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins. Sjóðirnir gera ennfremur kröfu um að hluthafar fái að taka afstöðu til fyrirtækjakaupa eða sölu á hluta fyrirtækisins sem nemur meira en 100 milljónum evra. Eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Marels, Eyris og Landsbankans, á um 8% hlut í Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Stork um að kaupa þann hluta fyrirtækisins sem er í svipuðum rekstri og Marel, en stjórnendur Stork hafa einnig lýst vilja til að stækka þá rekstrareiningu, til dæmis með því að kaupa Marel. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að vogunarsjóðirnir tveir vilja kljúfa fyrirtækið upp og selja hluta þess. Þeir hafi haft betur í atkvæðagreiðslu á sérstökum hluthafafundi fyrir rúmum mánuði en stjórn félagsins hafnaði þeirri niðurstöðu nýlega. Greiningardeildin hefur eftir yfirlýsingu frá stjórn Stork í gær en þar ítrekaði hún andstöðu sína við hugmyndir um að skipta félaginu upp. Þar er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra Stork að umrótið í kringum félagið haldi áfram og muni augljóslega hafa neikvæð áhrif á það. Centaurus og Paulson hóta því að fara með málið fyrir dóm verði stjórnin ekki við kröfum þeirra, að því er greiningardeildin segir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira