Hlutafé Bakkavarar Group hefur verið aukið um 23.979.203 hluti í samræmi við 3. gr. samþykkta félagsins, til að efna skuldbindingar félagsins samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í eigu Kaupþings banka hf.
Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að hluthafar hafi ekki átt forgangsrétt til ofangreindrar hlutafjárhækkunnar.
Heildarfjöldi hluta í Bakkavör Group hf. eftir hækkunina er 2.157.888.219, en aukningin nemur 1,1 prósenti af hlutafé félagsins fyrir hækkunina. Bakkavör Group hefur nú uppfyllt allar skuldbindingar samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í félaginu, að því er segir í tilkynningunni.