Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári.
Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 7,7 prósent á sama tímasem er 0,1 prósenti minna en í mánuðinum á undan og 0,8 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári.