Actavis kaupir lyfjaverksmiðju á Indlandi 20. desember 2006 13:38 Höfuðstöðvar Grandix Pharmaceuticals á S-Indlandi. Actavis hefur keypt verksmiðju indverska lyfjafyrirtækisins Grandix Pharmaceuticals, sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun samheitalyfja. auk þess sem Actavis hefur opnað nýja þróunareiningu á Indlandi sem mun sérhæfa sig í þróun virkra lyfjaefna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að kaupverð sé ekki gefið upp. Hjá verksmiðjunni, sem stofnuð var fyrir áratug, starfa 100 manns en hún sérhæfir sig í framleiðslu og þróun á samheitalyfjum. Verksmiðjan framleiðir fjölda samheitalyfja í töfluformi og er afkastageta hennar um 700 milljónir taflna á ári og hefur Actavis áform um að auka hana í 4 milljarða taflna á næstu 18 mánuðum, auk þess að styrkja þróunar og skráningareiningu verksmiðjunnar enn frekar. Þetta er fyrsta lyfjaverksmiðja Actavis á Indlandi og telja stjórnendur fyrirtækisins að hún geti þjónað mikilvægu hlutverki í harðnandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Þá er hún liður í því markmiði samstæðunnar að auka enn frekar framlegð sína á næstu árum. Þróunareining Actavis á Indlandi er 1000 fermetra af stærð en þar mun verða þróuð virk lyfjefni fyrir hluta af þeim lyfjum sem markaðssett verða á næstu árum í Bandaríkjunum og Evrópu. Markmið félagsins er að þróa framleiðsluferli fyrir 10-15 virk lyfjaefni á ári og er þróun nú þegar hafin á 10 þeirra og um 50 starfsmenn verið ráðnir til að sinna þróun þeirra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Actavis hefur keypt verksmiðju indverska lyfjafyrirtækisins Grandix Pharmaceuticals, sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun samheitalyfja. auk þess sem Actavis hefur opnað nýja þróunareiningu á Indlandi sem mun sérhæfa sig í þróun virkra lyfjaefna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að kaupverð sé ekki gefið upp. Hjá verksmiðjunni, sem stofnuð var fyrir áratug, starfa 100 manns en hún sérhæfir sig í framleiðslu og þróun á samheitalyfjum. Verksmiðjan framleiðir fjölda samheitalyfja í töfluformi og er afkastageta hennar um 700 milljónir taflna á ári og hefur Actavis áform um að auka hana í 4 milljarða taflna á næstu 18 mánuðum, auk þess að styrkja þróunar og skráningareiningu verksmiðjunnar enn frekar. Þetta er fyrsta lyfjaverksmiðja Actavis á Indlandi og telja stjórnendur fyrirtækisins að hún geti þjónað mikilvægu hlutverki í harðnandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Þá er hún liður í því markmiði samstæðunnar að auka enn frekar framlegð sína á næstu árum. Þróunareining Actavis á Indlandi er 1000 fermetra af stærð en þar mun verða þróuð virk lyfjefni fyrir hluta af þeim lyfjum sem markaðssett verða á næstu árum í Bandaríkjunum og Evrópu. Markmið félagsins er að þróa framleiðsluferli fyrir 10-15 virk lyfjaefni á ári og er þróun nú þegar hafin á 10 þeirra og um 50 starfsmenn verið ráðnir til að sinna þróun þeirra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira