Norska ríkisolíurisinn Statoil hefur ákveðið að minnka olíuframleiðslu á svokölluðu Kvitebjørnsvæði í Norðursjó í næstu fimm mánuði og mun framleiðslan eftirleiðis nema 95.000 tunnum af olíu í dag. Fyrirtækið grípur til þessa ráða til að tryggja olíubirgðir og vernda borholur. Þá horfir fyrirtækið til þess að auka framleiðslu sína á öðrum svæðum og vega þannig upp á móti skerðingunni.
Þrátt fyrir þetta mun heildarskerðing á olíuframleiðslu Statoil nema 15.000 tunnum af olíu á hverjum degi á næsta ári, að því er fram kemur á vefsíðu viðskiptatímaritsins Business Week í dag.
Statoil dregur úr olíuframleiðslu
