365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður 28. desember 2006 16:48 Dagblöð 365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári. Sigurjón M. Egilsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Stjórnarformaður Dagblaðið-Vísir útgáfufélags er Hreinn Loftsson, en hann er einnig stjórnarformaður Hjálms ehf. Framkvæmdastjóri félagsins verður Hjálmar Blöndal. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að 365 miðlar hafi endurskipulagt prentútgáfu sína með það að markmiði að skerpa áherslur og auka arðsemi í rekstri 365. 365 miðlar muni á prentsviðinu einbeita sér að útgáfu Fréttablaðsins og fylgirita þess, en útgáfa annarra sjálfstæðra prentmiðla flyst annað, eftir atvikum með aðild 365. Þetta sé hluti af þeirri stefnumörkun að efla kjarnastarfsemi 365 á sviði dagblaðaútgáfu, sjónvarps, útvarps og vefmiðlunar og stefna að forystuhlutverki á þeim sviðum miðlunar þar sem 365 starfar. Þá kemur fram að til 365 á 40 prósenta hlut í félaginu Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. en Hjálmur fer með 49 prósenta hlut. Aðrir eigendur eru feðgarnir Janus Sigurjónsson og Sigurjón M. Egilsson. Þá er aðaleigandi Fögrudyra Hjálmur ehf., sem mun jafnframt kaupa af 365 miðlum hlut í tímaritinu í Bístró, sem verður þá nokkurn veginn að jöfnu í eigu 365, Hjálms og starfsmanna Bístró. Miðlarnir við þetta færast frá 365 og verða reknir á eigin forsendum. Beinn fjárhagslegur ávinningur af þessum breytingum nemur ríflega 100 milljónum króna á ársgrundvelli en gert hefur verið ráð fyrir þessari hagræðingu í þegar birtum áætlunum á næsta ári, að því fram kemur í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári. Sigurjón M. Egilsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Stjórnarformaður Dagblaðið-Vísir útgáfufélags er Hreinn Loftsson, en hann er einnig stjórnarformaður Hjálms ehf. Framkvæmdastjóri félagsins verður Hjálmar Blöndal. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að 365 miðlar hafi endurskipulagt prentútgáfu sína með það að markmiði að skerpa áherslur og auka arðsemi í rekstri 365. 365 miðlar muni á prentsviðinu einbeita sér að útgáfu Fréttablaðsins og fylgirita þess, en útgáfa annarra sjálfstæðra prentmiðla flyst annað, eftir atvikum með aðild 365. Þetta sé hluti af þeirri stefnumörkun að efla kjarnastarfsemi 365 á sviði dagblaðaútgáfu, sjónvarps, útvarps og vefmiðlunar og stefna að forystuhlutverki á þeim sviðum miðlunar þar sem 365 starfar. Þá kemur fram að til 365 á 40 prósenta hlut í félaginu Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. en Hjálmur fer með 49 prósenta hlut. Aðrir eigendur eru feðgarnir Janus Sigurjónsson og Sigurjón M. Egilsson. Þá er aðaleigandi Fögrudyra Hjálmur ehf., sem mun jafnframt kaupa af 365 miðlum hlut í tímaritinu í Bístró, sem verður þá nokkurn veginn að jöfnu í eigu 365, Hjálms og starfsmanna Bístró. Miðlarnir við þetta færast frá 365 og verða reknir á eigin forsendum. Beinn fjárhagslegur ávinningur af þessum breytingum nemur ríflega 100 milljónum króna á ársgrundvelli en gert hefur verið ráð fyrir þessari hagræðingu í þegar birtum áætlunum á næsta ári, að því fram kemur í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira