Ekki blogg – gleðilegt ár 31. desember 2006 20:17 Nú þegar árið er að renna sitt skeið langar mig að taka fram að ég hef aldrei skrifað blogg. Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp. Þar af leiðandi get ég ekki verið bloggari. Ég hef skrifað á netið í næstum sjö ár. Ég er líka að sumu leyti sammála Jónasi Kristjánssyni um að að bloggið sé ekki sérlega merkilegt - alvöru dagblöð eru miklu merkilegri. Best eru reyndar blöð sem hafa sterka nærveru á vefnum, eins og til dæmis Guardian og New York Times. Ég er enginn aðdáandi fríblaða, þau eru mestanpart auglýsingarusl og ég vorkenni fólki sem vinnur á þeim - en það er merkilegt að vera uppi á tíma þegar er skrifað svona rosalega mikið. Ef við reiknum saman dagblöð, internetið, sms, bókmenntir, texta með kvikmyndum, allt heila klabbið, hefur líklega aldrei verið skrifað jafn mikið í sögu mannkynsins. Það verða sjálfsagt ekki til mörg frábær bókmenntaverk, tími þeirra er ef til vill liðinn; en líklega hefur aldrei jafnmargt fólk verið jafnvel menntað og nú og tjáningarþörfin er hreint ofboðsleg. Þetta er að mestu leyti gott - samfélag þar sem fer fram svo áköf samræða verður ekki ofurselt einræði né ofbeldi. Það er of margt sem grefur undan valdinu. Við lifum á efnishyggjutímum. Þegar ég var að alast upp voru peningar ekki í tísku, ég man ekki eftir neinum sem pældi í peningum. Eftir stríðið ríkti vinstri sveifla í heiminum í heilan mannsaldur. Marshall aðstoðin kom til Evrópu - var sumpart sósíalismi líka. Svo kom helvítís kerlingin hún Thatcher - á tíma hennar urðu auðmenn eins og hálfguðir. Hún eyðilagði breskt samfélag; eftr situr dónalegasta fólk í heimi. Maður skyldi vara sig á fólki sem hefur hugmyndafræði eins og hún og Hannes og Davíð. Sagan hefur sýnt að hálfvelgja er miklu betri. Fátt er hættulegra en ofstækisfólk. Þess vegna er ég hrifinn af Geir Haarde. Hann virkar linur. Við upplifðum þetta ekki fyrr en seint og síðarmeir á Íslandi, erum alltaf meira en áratug eftir umheiminum, en nú sífellt verið að fjalla um peningamenn í fjölmiðlunum - eiginlega aldrei nema í aðdáunartóni. DV hefur talið sig vera gagnrýninn fjölmiðil en smjaðrar fyrir billjónerum. Þegar ég var á Hótel Borg fyrr í dag var mér sagt að hótelið væri fullt af rússneskum milljarðamæringum sem hefðu hver um sig borgað fjörutíu milljónir fyrir áramótaveisluna. Miðað við það er fimmtán milljóna veisla Hannesar Smárasonar á Búðum óttalega smá. Við eigum barasta ekki að skríða fyrir þessu. Misskipting slítur samfélagið í sundur. Það endar með illindum. Bjöggarnir og þeir hjá KB banka eru of heimskir og gráðugir til að fatta það. Of uppteknir við að rýja þjóðina inn að skyrtunni með vaxtaokrinu. Eins og lánakjörin eru núna eru þeir komnir langleiðina með að slátra mjólkurkúnni. Það er ennþá tekist á um virkjanir. Mér finnst reyndar að baráttan um þær hafi farið út í öfgar. Það er talað um Ísland sem besta og merkilegasta land í heimi. Land, þjóð og tungu - og allt það drasl. Ég dvel á grískri eyju öll sumur. Sumpart er jarðfræðin þar merkilegri en á Íslandi. Svo fór ég til Istanbul í sumar, síðan til Ankara og Trabonspor. Það liggur á miðri sprungunni í gegnum Miðjarðarhafið. Miðausturlönd eru sumpart hræðileg en fögur. Sumt í umræðunni um þjóðernið er sérlega hrapallegt. Hefur þetta fólk kannski aldrei komið til útlanda? Það er farið að dikta upp nýja þjóðsöngva. Illu heilli hljómar það stundum líkt og blóð og jarðar stemming - blut und boden - fjórða áratugarins. Die Fahne hoch. Það missti mig hér um árið þegar það fór að gaula Ó Guðs vors lands og raða upp fánum á hálendinu. Öfgaþjóðernishyggja ómarismans og Draumalandsins hefur sjálfsagt vakið okkur til umhugsunar. Ég velti samt fyrir mér hvort þessar hugmyndir séu svo óumburðarlyndar að megi kenna þær við fasisma. Ísland með algjöra sérstöðu, betra en allt hitt. Ég sæi rasisma Frjálslynda flokksins og ómarismann ná þægilegri lendingu saman. Svo er það Draumalandið með sínu ofstæki sem gerir ráð fyrir framtíðarríki þar sem er ekki leyfð nein ófullkomnun. Þetta er einhvers konar anti-Lenín. Vinstri menn búnir að tapa fyrirmyndarríkinu, í örvæntingarfullri leit að einhverju öðru. Kapítalismi sem hefur verið breytt í graut. Ekki rafvæðing, heldur slökkt ljós svo við getum séð stjörnurnar. Labbað yfir Kaldadal í skerandi einsemd. Ef satt er að heimurinn sé á tortímingarbraut vegna gróðurhúsaáhrifa munum við þurfa að nýta flestar orkulindir okkar - kannski ekki í álframleiðslu, heldur í eitthvað sem kemur í staðinn fyrir olíu. Virkja og virkja. Einu sinni vorum við þjóð sem hafði svo lítið ljós að það sást ekki á mill bæja - ómarisminn, Draumalandið og Reykjavíkurakademían vilja fara aftur þangað en ég vona að við hin viljum hafa ljós og birtu. Firringin er ofboðsleg. Ég vil frekar láta mér þykja vænt um fólk en heimskt grjótið við Kárahhjúka - syrgi verkamennina sem þar missa heilsuna og lífið en ekki steinana og meint náttúruundur. Menntafólkinu í Reykjavík er algjörlega sama um Kínverjana og Portúgalina sem þarna vinna - en í huga þess er lónið þráhyggja. Ég leyfi mér að setja mig í spor afa míns, sveitapilts sem ólst upp fyrir aldamótin þarsíðustu, þetta er árið 1902 - ég sé hann fyrir mér horfa út í myrkrið og sjá ekki einu sinni næsta bæ. "Eitthvað annað" er bara ekki nógu gott. Góðærið varir ekki að eilífu - allavega ekki ef menn trúa því sem þeir eru sjálfir að segja um loftslagsbreytingar. Svo óska ég lesendum síðunnar árs og friðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Nú þegar árið er að renna sitt skeið langar mig að taka fram að ég hef aldrei skrifað blogg. Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp. Þar af leiðandi get ég ekki verið bloggari. Ég hef skrifað á netið í næstum sjö ár. Ég er líka að sumu leyti sammála Jónasi Kristjánssyni um að að bloggið sé ekki sérlega merkilegt - alvöru dagblöð eru miklu merkilegri. Best eru reyndar blöð sem hafa sterka nærveru á vefnum, eins og til dæmis Guardian og New York Times. Ég er enginn aðdáandi fríblaða, þau eru mestanpart auglýsingarusl og ég vorkenni fólki sem vinnur á þeim - en það er merkilegt að vera uppi á tíma þegar er skrifað svona rosalega mikið. Ef við reiknum saman dagblöð, internetið, sms, bókmenntir, texta með kvikmyndum, allt heila klabbið, hefur líklega aldrei verið skrifað jafn mikið í sögu mannkynsins. Það verða sjálfsagt ekki til mörg frábær bókmenntaverk, tími þeirra er ef til vill liðinn; en líklega hefur aldrei jafnmargt fólk verið jafnvel menntað og nú og tjáningarþörfin er hreint ofboðsleg. Þetta er að mestu leyti gott - samfélag þar sem fer fram svo áköf samræða verður ekki ofurselt einræði né ofbeldi. Það er of margt sem grefur undan valdinu. Við lifum á efnishyggjutímum. Þegar ég var að alast upp voru peningar ekki í tísku, ég man ekki eftir neinum sem pældi í peningum. Eftir stríðið ríkti vinstri sveifla í heiminum í heilan mannsaldur. Marshall aðstoðin kom til Evrópu - var sumpart sósíalismi líka. Svo kom helvítís kerlingin hún Thatcher - á tíma hennar urðu auðmenn eins og hálfguðir. Hún eyðilagði breskt samfélag; eftr situr dónalegasta fólk í heimi. Maður skyldi vara sig á fólki sem hefur hugmyndafræði eins og hún og Hannes og Davíð. Sagan hefur sýnt að hálfvelgja er miklu betri. Fátt er hættulegra en ofstækisfólk. Þess vegna er ég hrifinn af Geir Haarde. Hann virkar linur. Við upplifðum þetta ekki fyrr en seint og síðarmeir á Íslandi, erum alltaf meira en áratug eftir umheiminum, en nú sífellt verið að fjalla um peningamenn í fjölmiðlunum - eiginlega aldrei nema í aðdáunartóni. DV hefur talið sig vera gagnrýninn fjölmiðil en smjaðrar fyrir billjónerum. Þegar ég var á Hótel Borg fyrr í dag var mér sagt að hótelið væri fullt af rússneskum milljarðamæringum sem hefðu hver um sig borgað fjörutíu milljónir fyrir áramótaveisluna. Miðað við það er fimmtán milljóna veisla Hannesar Smárasonar á Búðum óttalega smá. Við eigum barasta ekki að skríða fyrir þessu. Misskipting slítur samfélagið í sundur. Það endar með illindum. Bjöggarnir og þeir hjá KB banka eru of heimskir og gráðugir til að fatta það. Of uppteknir við að rýja þjóðina inn að skyrtunni með vaxtaokrinu. Eins og lánakjörin eru núna eru þeir komnir langleiðina með að slátra mjólkurkúnni. Það er ennþá tekist á um virkjanir. Mér finnst reyndar að baráttan um þær hafi farið út í öfgar. Það er talað um Ísland sem besta og merkilegasta land í heimi. Land, þjóð og tungu - og allt það drasl. Ég dvel á grískri eyju öll sumur. Sumpart er jarðfræðin þar merkilegri en á Íslandi. Svo fór ég til Istanbul í sumar, síðan til Ankara og Trabonspor. Það liggur á miðri sprungunni í gegnum Miðjarðarhafið. Miðausturlönd eru sumpart hræðileg en fögur. Sumt í umræðunni um þjóðernið er sérlega hrapallegt. Hefur þetta fólk kannski aldrei komið til útlanda? Það er farið að dikta upp nýja þjóðsöngva. Illu heilli hljómar það stundum líkt og blóð og jarðar stemming - blut und boden - fjórða áratugarins. Die Fahne hoch. Það missti mig hér um árið þegar það fór að gaula Ó Guðs vors lands og raða upp fánum á hálendinu. Öfgaþjóðernishyggja ómarismans og Draumalandsins hefur sjálfsagt vakið okkur til umhugsunar. Ég velti samt fyrir mér hvort þessar hugmyndir séu svo óumburðarlyndar að megi kenna þær við fasisma. Ísland með algjöra sérstöðu, betra en allt hitt. Ég sæi rasisma Frjálslynda flokksins og ómarismann ná þægilegri lendingu saman. Svo er það Draumalandið með sínu ofstæki sem gerir ráð fyrir framtíðarríki þar sem er ekki leyfð nein ófullkomnun. Þetta er einhvers konar anti-Lenín. Vinstri menn búnir að tapa fyrirmyndarríkinu, í örvæntingarfullri leit að einhverju öðru. Kapítalismi sem hefur verið breytt í graut. Ekki rafvæðing, heldur slökkt ljós svo við getum séð stjörnurnar. Labbað yfir Kaldadal í skerandi einsemd. Ef satt er að heimurinn sé á tortímingarbraut vegna gróðurhúsaáhrifa munum við þurfa að nýta flestar orkulindir okkar - kannski ekki í álframleiðslu, heldur í eitthvað sem kemur í staðinn fyrir olíu. Virkja og virkja. Einu sinni vorum við þjóð sem hafði svo lítið ljós að það sást ekki á mill bæja - ómarisminn, Draumalandið og Reykjavíkurakademían vilja fara aftur þangað en ég vona að við hin viljum hafa ljós og birtu. Firringin er ofboðsleg. Ég vil frekar láta mér þykja vænt um fólk en heimskt grjótið við Kárahhjúka - syrgi verkamennina sem þar missa heilsuna og lífið en ekki steinana og meint náttúruundur. Menntafólkinu í Reykjavík er algjörlega sama um Kínverjana og Portúgalina sem þarna vinna - en í huga þess er lónið þráhyggja. Ég leyfi mér að setja mig í spor afa míns, sveitapilts sem ólst upp fyrir aldamótin þarsíðustu, þetta er árið 1902 - ég sé hann fyrir mér horfa út í myrkrið og sjá ekki einu sinni næsta bæ. "Eitthvað annað" er bara ekki nógu gott. Góðærið varir ekki að eilífu - allavega ekki ef menn trúa því sem þeir eru sjálfir að segja um loftslagsbreytingar. Svo óska ég lesendum síðunnar árs og friðar.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun