Stranger than Fiction - fjórar stjörnur 9. janúar 2007 00:01 Will Ferell sýnir á sér nýja hlið í frábærri mynd sem skilur mikið eftir sig. Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans. Til að bjarga lífi sínu leitar Crick á náðir bókmenntafræðings sem þarf að komast að hvaða bókmenntahefð Crick tilheyrir og þarafleiðandi: hvaða meðul gætu afstýrt dauða hans. Plottið er óvenjulegt í Stranger Than Fiction og gefur góð fyrirheit sem myndin stendur öll undir. Helsti styrkur hennar er tvímælalaust frábært handrit. Þýski leikstjórinn Marc Forster, sem er hvað þekktastur fyrir hina ofmetnu Monsters Ball og hina ágætu Finding Neverland (sem þó var hampað fram úr hófi að mati þess sem þetta skrifar), nýtir möguleikana til fulls sem skilar sér í hans bestu mynd til þessa; óvenjulegri sögu um gryfjur hversdagleikans og viðjur vanans. Will Ferrell rær á ný mið og sýnir svo ekki verður um villst að það er miklu meira í hann spunnið en ærsl og læti; mun stilltari og dýpri en maður á að venjast en fráleitt ófyndnari þegar svo ber við. Maggie Gyllenhaal er yndisleg í hlutverki róttæklingsins sem bakar í þágu betri heims og Harold Crick fellur fyrir; Dustin Hoffman er traustur að vanda í hlutverki bókmenntafræðingsins, bætir reyndar engu við það sem hann hefur gert margoft áður (frekar en flestar „kanónur“ af hans kynslóð); Emma Thompson ber hins vegar höfuð og herðar yfir leikhópinn, er hreint út sagt frábær í hlutverki rithöfundarins Karen Eiffel, sem er ofurupptekin af dauðanum þar til hún kemst að því að sögupersóna sín er af holdi og blóði. Stranger than Fiction er mynd um manneskjur sem eiga sameiginlegt að hafa týnt sér og hrærast í tilveru sem hverfist um skattframtöl og bókmenntir. Úr þessu hráefni mætti matreiða hinn drungalegasta rétt. Stranger than Fiction fer hins vegar í gagnstæða átt, er það sem upp á ensku er kallað ekta „feelgood“-mynd sem vegsamar lífið. Og gerir það fjandi vel. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans. Til að bjarga lífi sínu leitar Crick á náðir bókmenntafræðings sem þarf að komast að hvaða bókmenntahefð Crick tilheyrir og þarafleiðandi: hvaða meðul gætu afstýrt dauða hans. Plottið er óvenjulegt í Stranger Than Fiction og gefur góð fyrirheit sem myndin stendur öll undir. Helsti styrkur hennar er tvímælalaust frábært handrit. Þýski leikstjórinn Marc Forster, sem er hvað þekktastur fyrir hina ofmetnu Monsters Ball og hina ágætu Finding Neverland (sem þó var hampað fram úr hófi að mati þess sem þetta skrifar), nýtir möguleikana til fulls sem skilar sér í hans bestu mynd til þessa; óvenjulegri sögu um gryfjur hversdagleikans og viðjur vanans. Will Ferrell rær á ný mið og sýnir svo ekki verður um villst að það er miklu meira í hann spunnið en ærsl og læti; mun stilltari og dýpri en maður á að venjast en fráleitt ófyndnari þegar svo ber við. Maggie Gyllenhaal er yndisleg í hlutverki róttæklingsins sem bakar í þágu betri heims og Harold Crick fellur fyrir; Dustin Hoffman er traustur að vanda í hlutverki bókmenntafræðingsins, bætir reyndar engu við það sem hann hefur gert margoft áður (frekar en flestar „kanónur“ af hans kynslóð); Emma Thompson ber hins vegar höfuð og herðar yfir leikhópinn, er hreint út sagt frábær í hlutverki rithöfundarins Karen Eiffel, sem er ofurupptekin af dauðanum þar til hún kemst að því að sögupersóna sín er af holdi og blóði. Stranger than Fiction er mynd um manneskjur sem eiga sameiginlegt að hafa týnt sér og hrærast í tilveru sem hverfist um skattframtöl og bókmenntir. Úr þessu hráefni mætti matreiða hinn drungalegasta rétt. Stranger than Fiction fer hins vegar í gagnstæða átt, er það sem upp á ensku er kallað ekta „feelgood“-mynd sem vegsamar lífið. Og gerir það fjandi vel. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira