Spilafíkn 11. janúar 2007 06:15 Frásagnir af spilafíklum sem birtust í Fréttablaðinu í gær, hljóta að vekja marga til umhugsunar um spilakassa, og hvert það getur leitt að ánetjast þeim. Hér á landi eru nú upp undir eitt þúsund spilakassar, og flestir þeirra eru á veitingastöðum og sjoppum þar sem bæði ungir sem aldnir eiga greiðan aðgang að þeim. Í þessum spilakössum er yfirleitt ekki um háar upphæðir að ræða sem lagðar eru undir eða greiddar í vinninga. Það er hins vegar spilamennska á netinu sem lagt getur fjárhag einstaklinga í rúst og þar með heimilislíf og hjónabönd. Nokkur dæmi munu vera um slíkt, þótt það fari ekki hátt. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn - skammstafað SÁS- Júlíus Þór Júlíusson hefur kynnst mörgum átakanlegum dæmum um spílafíkn og lýsir þeim hér í blaðinu: „Í síðustu viku hringdi í mig maður og sagði mér að konan hans væri búin að eyða á þriðju milljón króna í fjárhættuspil á netinu á nokkrum dögum." Annar maður hafði samband við samtökin í nóvember og hafði hann eytt 2,7 milljónum króna á netinu á 10 dögum í fjárhættuspil. Júlíus segir í Fréttablaðinu að spilafíklar flýji oft inn á heimili sín og spili þar í einrúmi. Þeir virðast sumir hverjir ekki vilja láta sjá sig í opnum spilasölum og spila því heima hjá sér. Nokkur dæmi munu vera um það frá síðasta ári að spílafíklar hafi framið sjálfsmorð, vegna fíknar sinnar og þeir hafa þá væntanlega verið búnir að rústa fjárhag sínum og fjölskyldunnar. Langstærstur hluti þeirra sem leita til SÁS spilar á netinu. Þar er bæði áhættan og gróðavonin meiri. Spilavítin á netinu eru erlendis og því getur verið erfitt að takmarka aðgang að þeim. Samtökin hafa nú í undirbúningi greinargerð til dómsmálaráðuneytisins um hvernig hægt sé að loka landinu fyrir erlendum fjárhættuspilasíðum, og hafa rætt þetta mál við dómsmálaráðherra. Spilafíkn er ekkert nýtt fyrirbæri sem hefur komið með spilakössum og netinu. Hér á landi hafa stóru happdrættin þrjú verið starfrækt í tugi ára, og síðan bættust getraunir og Lottó við. Yfirleitt spilar fólk ekki í happdrættunum og tekur þátt í getraunum og Lottói til að styrkja viðkomandi starfsemi, þótt það geti verið ásetningur sumra, heldur er þetta þörfin fyrir spennu og vinningsvon sem rekur fólk almennt til þess. Þá er það opinbert leyndarmál að spilaklúbbar voru starfræktir hér þar sem lagt var undir, og talað um töluverðar upphæðir í þeim efnum. Vera má að þeir séu enn við lýði. Víða í nágrannalöndunum eru starfrækt spilavíti undir ákveðnum reglum og með miklu eftirliti. Þar geta spilafíklar lagt undir takmarkaðar upphæðir og fengið þannig útrás fyrir fíkn sína. Það er athugunarefni hvort slíkt ætti að taka upp hér á landi, með ströngum reglum og ákveðnum takmörkunum. Slíkt myndi líka vera viðbót við þjónustuna við ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Frásagnir af spilafíklum sem birtust í Fréttablaðinu í gær, hljóta að vekja marga til umhugsunar um spilakassa, og hvert það getur leitt að ánetjast þeim. Hér á landi eru nú upp undir eitt þúsund spilakassar, og flestir þeirra eru á veitingastöðum og sjoppum þar sem bæði ungir sem aldnir eiga greiðan aðgang að þeim. Í þessum spilakössum er yfirleitt ekki um háar upphæðir að ræða sem lagðar eru undir eða greiddar í vinninga. Það er hins vegar spilamennska á netinu sem lagt getur fjárhag einstaklinga í rúst og þar með heimilislíf og hjónabönd. Nokkur dæmi munu vera um slíkt, þótt það fari ekki hátt. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn - skammstafað SÁS- Júlíus Þór Júlíusson hefur kynnst mörgum átakanlegum dæmum um spílafíkn og lýsir þeim hér í blaðinu: „Í síðustu viku hringdi í mig maður og sagði mér að konan hans væri búin að eyða á þriðju milljón króna í fjárhættuspil á netinu á nokkrum dögum." Annar maður hafði samband við samtökin í nóvember og hafði hann eytt 2,7 milljónum króna á netinu á 10 dögum í fjárhættuspil. Júlíus segir í Fréttablaðinu að spilafíklar flýji oft inn á heimili sín og spili þar í einrúmi. Þeir virðast sumir hverjir ekki vilja láta sjá sig í opnum spilasölum og spila því heima hjá sér. Nokkur dæmi munu vera um það frá síðasta ári að spílafíklar hafi framið sjálfsmorð, vegna fíknar sinnar og þeir hafa þá væntanlega verið búnir að rústa fjárhag sínum og fjölskyldunnar. Langstærstur hluti þeirra sem leita til SÁS spilar á netinu. Þar er bæði áhættan og gróðavonin meiri. Spilavítin á netinu eru erlendis og því getur verið erfitt að takmarka aðgang að þeim. Samtökin hafa nú í undirbúningi greinargerð til dómsmálaráðuneytisins um hvernig hægt sé að loka landinu fyrir erlendum fjárhættuspilasíðum, og hafa rætt þetta mál við dómsmálaráðherra. Spilafíkn er ekkert nýtt fyrirbæri sem hefur komið með spilakössum og netinu. Hér á landi hafa stóru happdrættin þrjú verið starfrækt í tugi ára, og síðan bættust getraunir og Lottó við. Yfirleitt spilar fólk ekki í happdrættunum og tekur þátt í getraunum og Lottói til að styrkja viðkomandi starfsemi, þótt það geti verið ásetningur sumra, heldur er þetta þörfin fyrir spennu og vinningsvon sem rekur fólk almennt til þess. Þá er það opinbert leyndarmál að spilaklúbbar voru starfræktir hér þar sem lagt var undir, og talað um töluverðar upphæðir í þeim efnum. Vera má að þeir séu enn við lýði. Víða í nágrannalöndunum eru starfrækt spilavíti undir ákveðnum reglum og með miklu eftirliti. Þar geta spilafíklar lagt undir takmarkaðar upphæðir og fengið þannig útrás fyrir fíkn sína. Það er athugunarefni hvort slíkt ætti að taka upp hér á landi, með ströngum reglum og ákveðnum takmörkunum. Slíkt myndi líka vera viðbót við þjónustuna við ferðamenn.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun