Leikarinn Forest Whitaker sökkti sér svo djúpt í hlutverk einræðisherrans Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland að eiginkona og börnin hans voru hætt að tala við hann.
Whitaker, sem lék í mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip To Heaven, lifði sig svo mikið inn í hlutverkið að þegar tökur stóðu ekki yfir borðaði hann bara stappaða banana og baunir. Einnig lærði hann tungumálin svahílí og Kawa. „Forest var á erfiðum tíma á sínum ferli og fannst hann verða að standa sig. Í næstum sex mánuði vildi hann vera Amin, ekki bara leika hann,“ sagði Kevin MacDonald, leikstjóri myndarinnar.