Fyrirspurnir frá draumaborginni hafa sexfaldast 15. janúar 2007 07:45 Stærsta verkefnið. Gerð kvikmyndarinnar Flags of our Fathers er talin hafa skilað hundruðum milljóna til íslenskra aðila. „Það hefur átt sér stað mikil vakning um Ísland meðal erlendra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Einar Tómasson hjá Film in Iceland. „Fyrirspurnir hafa sexfaldast á undanförnum árum og hækkun á endurgreiðslu í fjórtán prósent skipti þar miklu máli,“ útskýrir hann. Á undanförnum árum hafa kvikmyndir á borð við Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day verið að hluta til teknar upp á Íslandi en eitt stærsta verkefnið var án nokkurs vafa Flags of our Fathers þar sem Clint Eastwood lagði Sandvík á Reykjanesi undir sig í nokkrar vikur en reikna má með að dvöl tökuliðsins hafi skilað hundruðum milljóna til baka. Helga Margrét Reykdal hjá True North staðfestir þetta en vill ekki gefa upp nákvæma tölu, það sé trúnaðarmál. Hún segir að aðstæður skipti miklu máli fyrir áhugann og nefnir þar sérstaklega gengi krónunnar. „En fyrirspurnirnar eru alltaf jafn margar,“ segir hún. „Að fá erlent kvikmyndagerðarfólk til landsins er atriði sem skiptir miklu máli fyrir litla þjóðarbúskapinn okkar.“ Einar Sveinn, markaðsstjóri hjá Pegasus, segist finna vel fyrir auknum áhuga hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki sem vilji koma hingað til lands. Hann segist ekki vita til þess að jafn stórt verkefni og Flags of our Fathers sé á teikniborðinu en upplýsir að Pegasus sé með í pottinum nokkrar bitastæðar kvikmyndir sem gætu ratað hingað upp á land. „Í þessum iðnaði er betra að segja minna heldur en meira,“ svara Einar sem vildi ekki gefa upp hverjir það væru sem sýnt hefðu landi og þjóð áhuga. Hjá Saga Film fengust þær upplýsingar að stórt verkefni væri í burðarliðnum en framleiðandinn Jón Bjarni Guðmundsson var þögull sem gröfin og vildi ekkert tjá sig um málið. „Þetta er ekki jafn viðamikið og Flags of our Fathers en tökudagarnir verða fleiri,“ útskýrir Jón Bjarni og segir að mjög stórt nafn í Hollywood sé að lesa handritið yfir en sagðist ekki geta upplýst hver það væri að svo stöddu. „Við náum henni vonandi, ef ekki á þessu ári þá á því næsta,“ segir Jón Bjarni. Hann tók hins vegar undir með Helgu Margréti og sagði að ytri aðstæður gætu oft skipt sköpum. „Við getum ráðið við veðrið en ekki við hátt matarverð.“ Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Það hefur átt sér stað mikil vakning um Ísland meðal erlendra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Einar Tómasson hjá Film in Iceland. „Fyrirspurnir hafa sexfaldast á undanförnum árum og hækkun á endurgreiðslu í fjórtán prósent skipti þar miklu máli,“ útskýrir hann. Á undanförnum árum hafa kvikmyndir á borð við Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day verið að hluta til teknar upp á Íslandi en eitt stærsta verkefnið var án nokkurs vafa Flags of our Fathers þar sem Clint Eastwood lagði Sandvík á Reykjanesi undir sig í nokkrar vikur en reikna má með að dvöl tökuliðsins hafi skilað hundruðum milljóna til baka. Helga Margrét Reykdal hjá True North staðfestir þetta en vill ekki gefa upp nákvæma tölu, það sé trúnaðarmál. Hún segir að aðstæður skipti miklu máli fyrir áhugann og nefnir þar sérstaklega gengi krónunnar. „En fyrirspurnirnar eru alltaf jafn margar,“ segir hún. „Að fá erlent kvikmyndagerðarfólk til landsins er atriði sem skiptir miklu máli fyrir litla þjóðarbúskapinn okkar.“ Einar Sveinn, markaðsstjóri hjá Pegasus, segist finna vel fyrir auknum áhuga hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki sem vilji koma hingað til lands. Hann segist ekki vita til þess að jafn stórt verkefni og Flags of our Fathers sé á teikniborðinu en upplýsir að Pegasus sé með í pottinum nokkrar bitastæðar kvikmyndir sem gætu ratað hingað upp á land. „Í þessum iðnaði er betra að segja minna heldur en meira,“ svara Einar sem vildi ekki gefa upp hverjir það væru sem sýnt hefðu landi og þjóð áhuga. Hjá Saga Film fengust þær upplýsingar að stórt verkefni væri í burðarliðnum en framleiðandinn Jón Bjarni Guðmundsson var þögull sem gröfin og vildi ekkert tjá sig um málið. „Þetta er ekki jafn viðamikið og Flags of our Fathers en tökudagarnir verða fleiri,“ útskýrir Jón Bjarni og segir að mjög stórt nafn í Hollywood sé að lesa handritið yfir en sagðist ekki geta upplýst hver það væri að svo stöddu. „Við náum henni vonandi, ef ekki á þessu ári þá á því næsta,“ segir Jón Bjarni. Hann tók hins vegar undir með Helgu Margréti og sagði að ytri aðstæður gætu oft skipt sköpum. „Við getum ráðið við veðrið en ekki við hátt matarverð.“
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira