Óbreytt króna næsta hálfa árið 17. janúar 2007 13:15 Á fundi Kaupþings. Markaðurinn/GVA Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafnvægisgildi sínu, 125 til 135 stigum. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur. Steingrímur kynnti spá greiningardeildarinnar um gengi krónunnar á morgunverðarfundi bankans í gær. Hann kvaðst þó tæpast öfundsverður af hlutverki sínu, enda ríkti alltaf mikil óvissa um gjaldeyrisspádóma. Hann benti á að hér hefðu átt sér stað vatnaskil á gjaldeyrismarkaði og innreið erlendra fjárfesta gerði að verkum að sjaldan eða aldrei hefðu fleiri verið að nota krónuna. „Að sama skapi hafa gengissveiflur aukist töluvert mikið," bætir hann við. Töluvert fleiri þættir eru enda farnir að hafa áhrif á gengið að sögn Steingríms. Þar vísar hann meðal annars til erlendra greininga og frétta af efnahagsmálum og þá hreyfist krónan orðið í takt við aðrar hávaxtamyntir og geti því orðið fyrir áhrifum. „Þannig getur söluþrýstingur í Brasilíu smitast hingað," segir hann og bætir við að eins séu í dæminu óræðari áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafnvægisgildi sínu, 125 til 135 stigum. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur. Steingrímur kynnti spá greiningardeildarinnar um gengi krónunnar á morgunverðarfundi bankans í gær. Hann kvaðst þó tæpast öfundsverður af hlutverki sínu, enda ríkti alltaf mikil óvissa um gjaldeyrisspádóma. Hann benti á að hér hefðu átt sér stað vatnaskil á gjaldeyrismarkaði og innreið erlendra fjárfesta gerði að verkum að sjaldan eða aldrei hefðu fleiri verið að nota krónuna. „Að sama skapi hafa gengissveiflur aukist töluvert mikið," bætir hann við. Töluvert fleiri þættir eru enda farnir að hafa áhrif á gengið að sögn Steingríms. Þar vísar hann meðal annars til erlendra greininga og frétta af efnahagsmálum og þá hreyfist krónan orðið í takt við aðrar hávaxtamyntir og geti því orðið fyrir áhrifum. „Þannig getur söluþrýstingur í Brasilíu smitast hingað," segir hann og bætir við að eins séu í dæminu óræðari áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira