Kosningaspá 12. febrúar 2007 00:01 Skoðanakannanir hafa þann augljósa galla að í þeim getur fólk aðeins látið upp afstöðu sína á því augnabliki sem spurningin er borin upp. Tiltölulega einfalt er að svara spurningu eins og: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk?" Verra er að gefa rétt svar við spurningunni: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk 12. maí næstkomandi?" Aðeins forfallnar kjöt- eða fiskætur geta svarað slíkri spurningu af einhverri nákvæmni - og samt getur margt breyst á þremur mánuðum. ÚR ÞVÍ AÐ jafn staðfastur fiskimaður og Pétur postuli afneitaði leiðtoga sínum ekki einu sinni heldur þrisvar á einni nóttu er ekki fráleitt að ætla að æði margir eigi eftir að skipta æði oft um skoðanir á þeim þremur mánuðum sem eftir eru fram að kjördegi, 12. maí í vor. SJÁLFUR hef ég þá tilhneigingu að taka meira mark á mjöðminni á mér en skoðanakönnunum enda hefur hún reynst vera næm á bæði veðurbreytingar og rafmagnaða strauma í þjóðarsálinni. Tilfinning segir mér að ríkisstjórnin sé í nokkrum vanda stödd. Sprungið er á varadekkinu og nokkur leiði er kominn upp meðal farþeganna. Sumum finnst þetta ferðalag orðið nokkuð langt og vilja skipta um rútu af því að þeim finnst óloft eða mengunarstybba í bílnum. Aðrir eru nokkuð ánægðir með ferðalagið og altént fegnir því að vera enn þá lifandi þótt þeir séu súrir yfir því að fá ekki að ferðast í nýeinkavæddum Hummer. Sumir vilja halda áfram í sömu rútu og fá annað varadekk. Aðrir vilja nýja rútu og nýjan bílstjóra en erfitt er að sannfæra mannskapinn um að nýja rútan sé skárri en sú gamla. Auk þess hafa margir efasemdir um nýja bílstjórann, bæði hvað varðar ratvísi og ökuleikni. Enn aðrir tala fyrir því að banna útlendingum að sitja í íslenskum rútum og spá því að þeir muni í stað nestis eta íslensku farþegana áður en komið verði á leiðarenda. HVERNIG þetta endar er ómögulegt að segja. En mjöðmin í mér spáir: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Samfylking 26%, Sjálfstæðir 38% og VG 21%. Svo á eftir að koma í ljós hvort meira er að marka skoðanakannanir vandaðra fjölmiðla eða mjöðmina á mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðanakannanir hafa þann augljósa galla að í þeim getur fólk aðeins látið upp afstöðu sína á því augnabliki sem spurningin er borin upp. Tiltölulega einfalt er að svara spurningu eins og: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk?" Verra er að gefa rétt svar við spurningunni: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk 12. maí næstkomandi?" Aðeins forfallnar kjöt- eða fiskætur geta svarað slíkri spurningu af einhverri nákvæmni - og samt getur margt breyst á þremur mánuðum. ÚR ÞVÍ AÐ jafn staðfastur fiskimaður og Pétur postuli afneitaði leiðtoga sínum ekki einu sinni heldur þrisvar á einni nóttu er ekki fráleitt að ætla að æði margir eigi eftir að skipta æði oft um skoðanir á þeim þremur mánuðum sem eftir eru fram að kjördegi, 12. maí í vor. SJÁLFUR hef ég þá tilhneigingu að taka meira mark á mjöðminni á mér en skoðanakönnunum enda hefur hún reynst vera næm á bæði veðurbreytingar og rafmagnaða strauma í þjóðarsálinni. Tilfinning segir mér að ríkisstjórnin sé í nokkrum vanda stödd. Sprungið er á varadekkinu og nokkur leiði er kominn upp meðal farþeganna. Sumum finnst þetta ferðalag orðið nokkuð langt og vilja skipta um rútu af því að þeim finnst óloft eða mengunarstybba í bílnum. Aðrir eru nokkuð ánægðir með ferðalagið og altént fegnir því að vera enn þá lifandi þótt þeir séu súrir yfir því að fá ekki að ferðast í nýeinkavæddum Hummer. Sumir vilja halda áfram í sömu rútu og fá annað varadekk. Aðrir vilja nýja rútu og nýjan bílstjóra en erfitt er að sannfæra mannskapinn um að nýja rútan sé skárri en sú gamla. Auk þess hafa margir efasemdir um nýja bílstjórann, bæði hvað varðar ratvísi og ökuleikni. Enn aðrir tala fyrir því að banna útlendingum að sitja í íslenskum rútum og spá því að þeir muni í stað nestis eta íslensku farþegana áður en komið verði á leiðarenda. HVERNIG þetta endar er ómögulegt að segja. En mjöðmin í mér spáir: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Samfylking 26%, Sjálfstæðir 38% og VG 21%. Svo á eftir að koma í ljós hvort meira er að marka skoðanakannanir vandaðra fjölmiðla eða mjöðmina á mér.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun