Kvikmyndakeppni á MySpace-síðunni 14. febrúar 2007 00:01 Sá sem vinnur í stuttmyndasamkeppni MySpace fær að leikstýra kvikmynd í fullri lengd. MYND/AFP Netveitan MySpace hefur efnt til stuttmyndasamkeppni á netinu í samstarfi við bresku sjónvarpsstöðina Film4. Netverjar geta tekið þátt í keppninni, sem heitir MyMovie MashUp, með því að setja stuttmyndir sínar inn á vefsvæði MySpace. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en sá sem ber sigur úr býtum fær að launum að leikstýra kvikmynd í fullri lengd sem verður sýnd bæði í kvikmyndahúsum, á vefsvæði MySpace og á sjónvarpsrás Film4. Gallinn á gjöf Njarðar er hins vegar sá að einungis breskir notendur MySpace geta tekið þátt í keppninni. Að því er breska ríkissútvarpið hermir munu bæði notendur MySpace-síðunnar og ýmsir sérfræðingar í kvikmyndalistinni, þar á meðal leikstjórarnir Anthony Minghella og Kevin McDonald, velja bestu stuttmyndina. Stefnt er að því að hefja tökur á kvikmynd í fullri lengd síðar á þessu ári sem sýnd verður sumarið 2008. Gert er ráð fyrir að kvikmyndin muni kosta um 130 milljónir íslenskra króna. Notendur vefsvæðisins verða virkjaðir ferlið á enda því þeir geta bæði lagt inn hugmyndir að handriti, sótt um að leika í myndinni og komið með ýmsar aðrar ábendingar. Ekkert liggur fyrir um flokkun og efni myndarinnar en það skýrist þegar á líður. Héðan og þaðan Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Netveitan MySpace hefur efnt til stuttmyndasamkeppni á netinu í samstarfi við bresku sjónvarpsstöðina Film4. Netverjar geta tekið þátt í keppninni, sem heitir MyMovie MashUp, með því að setja stuttmyndir sínar inn á vefsvæði MySpace. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en sá sem ber sigur úr býtum fær að launum að leikstýra kvikmynd í fullri lengd sem verður sýnd bæði í kvikmyndahúsum, á vefsvæði MySpace og á sjónvarpsrás Film4. Gallinn á gjöf Njarðar er hins vegar sá að einungis breskir notendur MySpace geta tekið þátt í keppninni. Að því er breska ríkissútvarpið hermir munu bæði notendur MySpace-síðunnar og ýmsir sérfræðingar í kvikmyndalistinni, þar á meðal leikstjórarnir Anthony Minghella og Kevin McDonald, velja bestu stuttmyndina. Stefnt er að því að hefja tökur á kvikmynd í fullri lengd síðar á þessu ári sem sýnd verður sumarið 2008. Gert er ráð fyrir að kvikmyndin muni kosta um 130 milljónir íslenskra króna. Notendur vefsvæðisins verða virkjaðir ferlið á enda því þeir geta bæði lagt inn hugmyndir að handriti, sótt um að leika í myndinni og komið með ýmsar aðrar ábendingar. Ekkert liggur fyrir um flokkun og efni myndarinnar en það skýrist þegar á líður.
Héðan og þaðan Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira