Hvers vegna kaupa konur? 14. febrúar 2007 00:01 Lisa Johnson hefur skrifað tvær metsölubækur um kynbundna kauphegðun. Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is. Héðan og þaðan Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is.
Héðan og þaðan Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira