Peningalyktin 15. febrúar 2007 00:01 Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktarskynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar-listin? Fyrir utan odorama-mynd John Waters, Polyester, man ég ekki eftir neinu. Hvar eru sérsíður í blöðum þar sem hin margvíslega lykt er krufin til mergjar og henni gefnar stjörnur? Samt getur lyktin verið unaðslegri en flest önnur list, sérstaklega þegar ljúfsár lyktarminning sprettur fram í heilanum. Á Hverfisgötunni fann ég á dögunum ótrúlega góða bakaríslykt. Þessi lykt er oft þarna en ég hef aldrei áttað mig á því hvaðan hún kemur. Lyktin æsti mig svo mikið upp að ég þræddi öll bakarí miðbæjarins leitandi að sætabrauðinu sem mér fannst lyktin vera af: gulum hveitiskeljum með hvítu kremi á milli. Ég man vel eftir skítalyktinni sem stundum lagði yfir borgina. Lyktin hvarf alveg fyrir nokkrum árum. Þetta var hin svokallaða peningalykt sem enn má eflaust finna í plássum sem byggja afkomu sína á fiski. Það góða við lyktina var að á tímum hennar skildi maður efnahagslífið. Ah, nú er verið að bræða fisk og búa til peninga, hugsaði fólk, lét sig hafa það og saug ánægt upp í nefið. Maður er auðvitað löngu hættur að skilja efnahagslífið og það hvernig menn fara að því að græða jafn ótrúlega mikið og þeir gera víst. Enda er allt orðið rafrænt og engin lykt af bankamillifærslum. Því væri ánægjulegt ef bankarnir og aðrir sem stunda gróðabrall myndu koma sér upp mögnuðum útblástursmaskínum á þökunum sínum. Þegar menn gera góða díla og hagnast um nokkrar skrilljónir, eða þegar afkomutölurnar koma í hús, mætti senda myndarlegt lyktarfret í gegnum tækin og yfir borgina. Hver hefði sína einkennislykt svo fólk vissi hver væri að græða þann daginn. Einn væri með vanilluilm, annar með angan af nýslegnu grasi, og auðvitað enginn með gömlu skítafýluna. Ég er viss um að fólk yrði hrifið af þessu. Ekki bara væri þetta sniðug tilvitnun í fortíðina heldur fengi almenningur það á tilfinninguna að hann væri virkur þátttakandi í stuðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun
Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktarskynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar-listin? Fyrir utan odorama-mynd John Waters, Polyester, man ég ekki eftir neinu. Hvar eru sérsíður í blöðum þar sem hin margvíslega lykt er krufin til mergjar og henni gefnar stjörnur? Samt getur lyktin verið unaðslegri en flest önnur list, sérstaklega þegar ljúfsár lyktarminning sprettur fram í heilanum. Á Hverfisgötunni fann ég á dögunum ótrúlega góða bakaríslykt. Þessi lykt er oft þarna en ég hef aldrei áttað mig á því hvaðan hún kemur. Lyktin æsti mig svo mikið upp að ég þræddi öll bakarí miðbæjarins leitandi að sætabrauðinu sem mér fannst lyktin vera af: gulum hveitiskeljum með hvítu kremi á milli. Ég man vel eftir skítalyktinni sem stundum lagði yfir borgina. Lyktin hvarf alveg fyrir nokkrum árum. Þetta var hin svokallaða peningalykt sem enn má eflaust finna í plássum sem byggja afkomu sína á fiski. Það góða við lyktina var að á tímum hennar skildi maður efnahagslífið. Ah, nú er verið að bræða fisk og búa til peninga, hugsaði fólk, lét sig hafa það og saug ánægt upp í nefið. Maður er auðvitað löngu hættur að skilja efnahagslífið og það hvernig menn fara að því að græða jafn ótrúlega mikið og þeir gera víst. Enda er allt orðið rafrænt og engin lykt af bankamillifærslum. Því væri ánægjulegt ef bankarnir og aðrir sem stunda gróðabrall myndu koma sér upp mögnuðum útblástursmaskínum á þökunum sínum. Þegar menn gera góða díla og hagnast um nokkrar skrilljónir, eða þegar afkomutölurnar koma í hús, mætti senda myndarlegt lyktarfret í gegnum tækin og yfir borgina. Hver hefði sína einkennislykt svo fólk vissi hver væri að græða þann daginn. Einn væri með vanilluilm, annar með angan af nýslegnu grasi, og auðvitað enginn með gömlu skítafýluna. Ég er viss um að fólk yrði hrifið af þessu. Ekki bara væri þetta sniðug tilvitnun í fortíðina heldur fengi almenningur það á tilfinninguna að hann væri virkur þátttakandi í stuðinu.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun