Völundarhús Pans - fimm stjörnur 16. febrúar 2007 00:01 Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira