Æsispennandi uppboð 4. mars 2007 09:00 Guðmundur ræðir við athafnamennina Birgi Þór Bieltvedt og Jón Björnsson forstjóra Magasin du Nord "Ég er sáttur. Svavar er stórlega vanmetinn. Og undirverðlagður," sagði Guðmundur Jónsson galleríeigandi í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á þriðjudag. Hann stóð á götutröppunum fyrir utan uppboðshús Bruun Rasmussen við Brödgade í Kaupmannahöfn. Og var að róa æstar taugar. Ekki vanþörf á. Hann hafði verið á bólakafi í æsispennandi uppboði. Sem gekk afskaplega hratt fyrir sig. Guðmundur hafði boðið af kappi í Svavars-myndir og var á þeirri stundu ekki einu sinni viss um hversu margar myndir honum voru slegnar. Komposition eftir Svavar Guðnason. Dýrasta verkið á uppboðinu hjá Bruun, slegið Guðmundi á 32 þúsund danskar krónur. Vatnslitamynd 48 x 32. "Þetta byrjaði nú allt með því að mig langaði í Jazzinn. En þetta var athyglisvert. Spennandi. Gaman að hafa smá spennu í þessu. Þetta var dýrara en ég átti von á. En ekki miklu dýrara. Þetta er gamalt trix hjá dönunum að hafa matsverðið miklu lægra en eðlilegt er til að vekja áhuga. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera," segir Guðmundur. Guðmundur segist hafa misst af mynd sem hann hafði hug á að eignast sem var númer fjögur á uppboðinu. Segir uppboðið hafa farið fremur rólega af stað með fyrstu myndunum en svo hljóp verðið skyndilega upp og í 18 þúsund danskar með þeirri mynd. Að sögn Guðmundar gengur sú saga fjöllum hærra að hann hafi keypt allar myndirnar á uppboðinu. "Það eru svo margar lyga og tröllasögur í þessum bransa." Myndirnar eru enn úti í Danmörku og Guðmundur segist ekki einu sinni búinn að ákveða hvað verði um þær. Hvort hann selji þær eða eigi sjálfur. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég er sáttur. Svavar er stórlega vanmetinn. Og undirverðlagður," sagði Guðmundur Jónsson galleríeigandi í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á þriðjudag. Hann stóð á götutröppunum fyrir utan uppboðshús Bruun Rasmussen við Brödgade í Kaupmannahöfn. Og var að róa æstar taugar. Ekki vanþörf á. Hann hafði verið á bólakafi í æsispennandi uppboði. Sem gekk afskaplega hratt fyrir sig. Guðmundur hafði boðið af kappi í Svavars-myndir og var á þeirri stundu ekki einu sinni viss um hversu margar myndir honum voru slegnar. Komposition eftir Svavar Guðnason. Dýrasta verkið á uppboðinu hjá Bruun, slegið Guðmundi á 32 þúsund danskar krónur. Vatnslitamynd 48 x 32. "Þetta byrjaði nú allt með því að mig langaði í Jazzinn. En þetta var athyglisvert. Spennandi. Gaman að hafa smá spennu í þessu. Þetta var dýrara en ég átti von á. En ekki miklu dýrara. Þetta er gamalt trix hjá dönunum að hafa matsverðið miklu lægra en eðlilegt er til að vekja áhuga. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera," segir Guðmundur. Guðmundur segist hafa misst af mynd sem hann hafði hug á að eignast sem var númer fjögur á uppboðinu. Segir uppboðið hafa farið fremur rólega af stað með fyrstu myndunum en svo hljóp verðið skyndilega upp og í 18 þúsund danskar með þeirri mynd. Að sögn Guðmundar gengur sú saga fjöllum hærra að hann hafi keypt allar myndirnar á uppboðinu. "Það eru svo margar lyga og tröllasögur í þessum bransa." Myndirnar eru enn úti í Danmörku og Guðmundur segist ekki einu sinni búinn að ákveða hvað verði um þær. Hvort hann selji þær eða eigi sjálfur.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira