Myndin er í réttum farvegi 5. mars 2007 09:00 Jón Þór segir það ekki óeðlilegt að handrit skuli velkjast á milli manna í nokkur ár. „Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist hafa komið upp ágreiningur um handrit myndarinnar sem leikstjórinn Liv Ullman gerði eftir bókinni. Jón Þór segir að athugasemdirnar hafi fyrst og fremst komið frá framleiðendunum en ekki skáldinu sjálfu. „Eftir því sem mér skilst er allt í góðu milli Liv og Ólafs,“ segir Jón Þór en staðfesti þó að Ólafur Jóhann hefði verið fenginn til liðs við kvikmyndina og beðinn um að gera tilraun með handritsskrif. „Samstarfinu við Liv hefur ekki algjörlega verið slitið en það eru meiri líkur á því en minni,“ segir Jón Þór og bætir við að þeir séu í samningaviðræðum við tvo leikstjóra sem báðir séu þungavigtamenn í kvikmyndaheiminum. Jón Þór vildi ekki gefa upp nein nöfn á þessu stigi, sagði þó að þessi atriði væru í réttum og öruggum farvegi. Jón segir að svona hlutir séu ekkert óalgengir í kvikmyndaheiminum. Fólk komi og fari og handrit séu oft að velkjast um á milli manna. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Við vitum af því að þetta er gott efni sem við höfum undir höndunum og viljum vanda vel til verksins,“ útskýrir Jón Þór en Slóð fiðrildanna verður ein dýrasta kvikmynd sem íslenskt fyrirtæki hefur framleitt. „Það kemur í ljós á næstum vikum hvernig þessi mál æxlast, þau gætu tekið óvænta stefnu á morgun en þetta gæti líka dregist töluvert lengra. Aðalmálið er að rasa ekki um ráð fram,“ segir Jón Þór. Eins og kom fram í Fréttablaðinu ríkir mikil spenna innan herbúða Saga Film vegna þeirrar stefnu sem myndin hefur tekið. Jón Þór tekur heilshugar undir það. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að leikarahjónin Jennifer Connelly og Paul Bettany hefðu gefið vilyrði fyrir því að leika í myndinni en Jón Þór segir að vissulega geti orðið breytingar þar á. „Leikarar sem eitthvað kveður að eru mjög kröfuharðir á allar breytingar,“ segir Jón Þór og útilokar því ekki að nýtt og ferskt blóð verði fengið til leiks. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist hafa komið upp ágreiningur um handrit myndarinnar sem leikstjórinn Liv Ullman gerði eftir bókinni. Jón Þór segir að athugasemdirnar hafi fyrst og fremst komið frá framleiðendunum en ekki skáldinu sjálfu. „Eftir því sem mér skilst er allt í góðu milli Liv og Ólafs,“ segir Jón Þór en staðfesti þó að Ólafur Jóhann hefði verið fenginn til liðs við kvikmyndina og beðinn um að gera tilraun með handritsskrif. „Samstarfinu við Liv hefur ekki algjörlega verið slitið en það eru meiri líkur á því en minni,“ segir Jón Þór og bætir við að þeir séu í samningaviðræðum við tvo leikstjóra sem báðir séu þungavigtamenn í kvikmyndaheiminum. Jón Þór vildi ekki gefa upp nein nöfn á þessu stigi, sagði þó að þessi atriði væru í réttum og öruggum farvegi. Jón segir að svona hlutir séu ekkert óalgengir í kvikmyndaheiminum. Fólk komi og fari og handrit séu oft að velkjast um á milli manna. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Við vitum af því að þetta er gott efni sem við höfum undir höndunum og viljum vanda vel til verksins,“ útskýrir Jón Þór en Slóð fiðrildanna verður ein dýrasta kvikmynd sem íslenskt fyrirtæki hefur framleitt. „Það kemur í ljós á næstum vikum hvernig þessi mál æxlast, þau gætu tekið óvænta stefnu á morgun en þetta gæti líka dregist töluvert lengra. Aðalmálið er að rasa ekki um ráð fram,“ segir Jón Þór. Eins og kom fram í Fréttablaðinu ríkir mikil spenna innan herbúða Saga Film vegna þeirrar stefnu sem myndin hefur tekið. Jón Þór tekur heilshugar undir það. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að leikarahjónin Jennifer Connelly og Paul Bettany hefðu gefið vilyrði fyrir því að leika í myndinni en Jón Þór segir að vissulega geti orðið breytingar þar á. „Leikarar sem eitthvað kveður að eru mjög kröfuharðir á allar breytingar,“ segir Jón Þór og útilokar því ekki að nýtt og ferskt blóð verði fengið til leiks.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira