Miðja viðskiptalífsins verður í Shanghai 21. mars 2007 00:01 Á milli þess sem MBA-hópurinn frá HÍ og fylgdarlið hlustaði á fyrirlestra og heimsótti fyrirtæki, skoðaði hópurinn helstu merkisstaði á viðkomustöðum í ferðinni. Hér er hópurinn á Kínamúrnum og sumir búnir að fjárfesta í loðhúfum. MBA-hópurinn undir forystu prófessoranna Ingjalds Hannibalssonar og Runólfs Smára Steingrímssonar heimsótti fjórar borgir í Kína, höfuðborgina Peking, iðnaðarborgina Baoding, hafnarborgina Ningbo og síðast en ekki síst skýjaklúfaborgina Shanghai, þar sem nýir turnar skjótast upp með undraverðum hraða og frumstæður landbúnaður hefur orðið að víkja fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum og kínverskum. Í ferðinnni naut hópurinn fyrirgreiðslu og gestrisni Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra og starfsliðs hans. „Tilgangur svona ferðar er að gefa nemendum tækifæri til að sjá fyrirtæki í framandi landi - landi þar sem er mikið að gerast, þar sem hagvöxtur er mikill og þar sem mikið er um erlenda fjárfestingu," sagði Runólfur Smári Steingrímsson, prófessor og forstöðumaður MBA-námsins í HÍ, í viðtali við Markaðinn undir lok ferðarinnar. „Þarna fá nemendur að upplifa stjórnendur í þessum fyrirtækjum og sjá það sem er að gerast." Hann sagði enn fremur: „Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og ég er ekki í vafa um það að ferð eins og þessi kemur þeim að notum nú á lokaspretti námsins. Þau fá nýjar hugmyndir fyrir lokaverkefnin sem eru nú á næstunni og ferðin hjálpar til við námið og skiptir miklu."Leiksvæðið er heimurinn allurÞetta er í annað skiptið sem MBA-nemar frá HÍ fara í fræðslu og kynnisferð til Kína, en áður hafa þeir farið til Japans, Indónesíu og Malasíu í Asíu. Ingjaldur Hannibalsson prófessor var aðalfararstjóri í ferðinni í síðustu viku.„Svona ferðir víkka sjóndeildarhringinn og sannfæra nemendur um það að þeirra leiksvæði er heimurinn allur. Það er ekki bara Ísland, Evrópa, og Norður-Ameríka - það er allur heimurinn. Ég er alveg viss um að mörg í þessum hópi eiga eftir að eiga viðskipti við Asíu, hvernig svo sem formið á viðskiptunum verður. Þau eru búin að sjá það í þessari ferð að þetta er mögulegt og alls ekki svo fjarlægt. Ég held því að ferðir eins og þessar hafi veruleg áhrif á hugarfarið, og það skiptir mestu máli að minnka heiminn í hugum nemendanna."Fyrir ári var svipuð ferð farin, en nú heimsótti hópurinn þrjú íslensk fyrirtæki sem ekki voru með skrifstofur í Shanghai í fyrra. Þetta er tölvuleikjafyrirtækið CCP og útibú Össurar og Glitnis.„Ég er sannfærður um það að að ári liðnu verða þau kannski orðin sex," segir Ingjaldur. „Það er alveg ljóst að íslensk fyrirtæki hafa mjög mikinn áhuga á Kínamarkaðnum og ég held í raun og veru að fyrirtæki sem vilja starfa á alþjóðlegum markaði hafi ekki efni á að horfa fram hjá Kína, þau verða að vera þar. Þau verða að miða sína stefnu við það að miðja viðskiptalífsins er að flytjast frá Atlantshafinu til Kyrrahafs og miðjan verður í Kína og þar er miðjan Shanghai."Kínverjar kaupa vestræn fyrirtækiEitt þeirra fyrirtækja sem MBA-hópurinn heimsótti var Lenovo í Peking. Það er fyrirtækið sem keypti smátölvudeild IBM í Bandaríkjunum á sínum tíma og vakti mikla athygli. Meðan á Kínadvölinni stóð var tilkynnt að Kínverjar væru að kaupa bresku MG-bílaverksmiðjurnar og ætluðu að hefja framleiðslu á hinum þekktu gömlu MG-bílum í Kína.Hvernig sér Runólfur Smári Steingrímsson prófessor þessa þróun fyrir sér?„Ég er ekki í vafa um það að bæði stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja á Vesturlöndum fylgjast vel með því sem er að gerast í Kína og mörg fyrirtæki eru að fara yfir til Kína til að fá ný tækifæri og nýta sér vinnuafl sem kostar minna. Um leið þá held ég að fyrirtæki á Vesturlöndum séu að svara með öðrum hætti, og þá á ég við að ég tel ekki að þau séu að tapa í samkeppninni, heldur að hún breytist."Kínverja vantar vörumerkiEfnahagsvöxturinn í Kína er ævintýralegur og það á ekki síst við um Shanghai sem gefur vel af sér í þjóðarbúið þar í landi.En hvernig sér Ingjaldur þróunina fyrir sér: „Kínverjar eiga eftir að kaupa mörg vestræn fyrirtæki, og þeir fjárfesta mikið erlendis. Þeir fjármagna fjárlagahalla Bandaríkjanna. Þegar maður horfir á það sem er að gerast, þá er það að verulegu leyti vegna starfsemi erlendra fyrirtækja. Útflutningurinn frá Kína er að verulegu leyti vegna útflutnings dótturfyrirtækja evrópskra og bandarískra fyrirtækja sem hafa ákveðið að flytja sína starfsemi til Kína. Þannig að þau eru að bæta sína samkeppnisstöðu á sínum heimamörkuðum með því að stofna útibú, og nýta sér þá möguleika sem Kína býður upp á. Það er líka athyglisvert að það er offramboð á vel menntuðu fólki í Kína, þannig að þarna er ekki einungis um að ræða aðgang að ódýru ómenntuðu vinnuafli.Þarna er möguleiki á að fá menntað vinnuafl á hagstæðu verði og það er t.d. það sem Össur er að gera í Kína. Þeir eru ekki að leita eftir því ódýrasta heldur að byggja þarna upp hátæknihóp með mjög vel menntuðum Kínverjum sem eiga að vera í fararbroddi fyrir þróun þeirra á næstu árum. Kína er því allt öðruvísi en mörg lönd sem hafa verið að laða til sín erlend fyrirtæki einungis vegna lítils tilkostnaðar," segir Ingjaldur og bætir síðan við:„Kínverjarnir verða að fá vörumerki. Vandi þeirra er að þeir hafa ekki virt höfundarrétt mjög mikils og gert sér grein fyrir því að ef þeir eiga að fá hátt verð fyrir sínar vörur á vestrænum mörkuðum, þá verða þeir að eiga vörumerki. Þeir eru núna þess vegna byrjaðir að kaupa upp vörumerki, þannig að þeirra afurðir „Made in China" eða „Designed in China" eða hvernig sem þeir merkja vörur sínar, séu þannig á markaðnum að neytendur séu tilbúnir að borga hærra verð." Héðan og þaðan Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
MBA-hópurinn undir forystu prófessoranna Ingjalds Hannibalssonar og Runólfs Smára Steingrímssonar heimsótti fjórar borgir í Kína, höfuðborgina Peking, iðnaðarborgina Baoding, hafnarborgina Ningbo og síðast en ekki síst skýjaklúfaborgina Shanghai, þar sem nýir turnar skjótast upp með undraverðum hraða og frumstæður landbúnaður hefur orðið að víkja fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum og kínverskum. Í ferðinnni naut hópurinn fyrirgreiðslu og gestrisni Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra og starfsliðs hans. „Tilgangur svona ferðar er að gefa nemendum tækifæri til að sjá fyrirtæki í framandi landi - landi þar sem er mikið að gerast, þar sem hagvöxtur er mikill og þar sem mikið er um erlenda fjárfestingu," sagði Runólfur Smári Steingrímsson, prófessor og forstöðumaður MBA-námsins í HÍ, í viðtali við Markaðinn undir lok ferðarinnar. „Þarna fá nemendur að upplifa stjórnendur í þessum fyrirtækjum og sjá það sem er að gerast." Hann sagði enn fremur: „Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og ég er ekki í vafa um það að ferð eins og þessi kemur þeim að notum nú á lokaspretti námsins. Þau fá nýjar hugmyndir fyrir lokaverkefnin sem eru nú á næstunni og ferðin hjálpar til við námið og skiptir miklu."Leiksvæðið er heimurinn allurÞetta er í annað skiptið sem MBA-nemar frá HÍ fara í fræðslu og kynnisferð til Kína, en áður hafa þeir farið til Japans, Indónesíu og Malasíu í Asíu. Ingjaldur Hannibalsson prófessor var aðalfararstjóri í ferðinni í síðustu viku.„Svona ferðir víkka sjóndeildarhringinn og sannfæra nemendur um það að þeirra leiksvæði er heimurinn allur. Það er ekki bara Ísland, Evrópa, og Norður-Ameríka - það er allur heimurinn. Ég er alveg viss um að mörg í þessum hópi eiga eftir að eiga viðskipti við Asíu, hvernig svo sem formið á viðskiptunum verður. Þau eru búin að sjá það í þessari ferð að þetta er mögulegt og alls ekki svo fjarlægt. Ég held því að ferðir eins og þessar hafi veruleg áhrif á hugarfarið, og það skiptir mestu máli að minnka heiminn í hugum nemendanna."Fyrir ári var svipuð ferð farin, en nú heimsótti hópurinn þrjú íslensk fyrirtæki sem ekki voru með skrifstofur í Shanghai í fyrra. Þetta er tölvuleikjafyrirtækið CCP og útibú Össurar og Glitnis.„Ég er sannfærður um það að að ári liðnu verða þau kannski orðin sex," segir Ingjaldur. „Það er alveg ljóst að íslensk fyrirtæki hafa mjög mikinn áhuga á Kínamarkaðnum og ég held í raun og veru að fyrirtæki sem vilja starfa á alþjóðlegum markaði hafi ekki efni á að horfa fram hjá Kína, þau verða að vera þar. Þau verða að miða sína stefnu við það að miðja viðskiptalífsins er að flytjast frá Atlantshafinu til Kyrrahafs og miðjan verður í Kína og þar er miðjan Shanghai."Kínverjar kaupa vestræn fyrirtækiEitt þeirra fyrirtækja sem MBA-hópurinn heimsótti var Lenovo í Peking. Það er fyrirtækið sem keypti smátölvudeild IBM í Bandaríkjunum á sínum tíma og vakti mikla athygli. Meðan á Kínadvölinni stóð var tilkynnt að Kínverjar væru að kaupa bresku MG-bílaverksmiðjurnar og ætluðu að hefja framleiðslu á hinum þekktu gömlu MG-bílum í Kína.Hvernig sér Runólfur Smári Steingrímsson prófessor þessa þróun fyrir sér?„Ég er ekki í vafa um það að bæði stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja á Vesturlöndum fylgjast vel með því sem er að gerast í Kína og mörg fyrirtæki eru að fara yfir til Kína til að fá ný tækifæri og nýta sér vinnuafl sem kostar minna. Um leið þá held ég að fyrirtæki á Vesturlöndum séu að svara með öðrum hætti, og þá á ég við að ég tel ekki að þau séu að tapa í samkeppninni, heldur að hún breytist."Kínverja vantar vörumerkiEfnahagsvöxturinn í Kína er ævintýralegur og það á ekki síst við um Shanghai sem gefur vel af sér í þjóðarbúið þar í landi.En hvernig sér Ingjaldur þróunina fyrir sér: „Kínverjar eiga eftir að kaupa mörg vestræn fyrirtæki, og þeir fjárfesta mikið erlendis. Þeir fjármagna fjárlagahalla Bandaríkjanna. Þegar maður horfir á það sem er að gerast, þá er það að verulegu leyti vegna starfsemi erlendra fyrirtækja. Útflutningurinn frá Kína er að verulegu leyti vegna útflutnings dótturfyrirtækja evrópskra og bandarískra fyrirtækja sem hafa ákveðið að flytja sína starfsemi til Kína. Þannig að þau eru að bæta sína samkeppnisstöðu á sínum heimamörkuðum með því að stofna útibú, og nýta sér þá möguleika sem Kína býður upp á. Það er líka athyglisvert að það er offramboð á vel menntuðu fólki í Kína, þannig að þarna er ekki einungis um að ræða aðgang að ódýru ómenntuðu vinnuafli.Þarna er möguleiki á að fá menntað vinnuafl á hagstæðu verði og það er t.d. það sem Össur er að gera í Kína. Þeir eru ekki að leita eftir því ódýrasta heldur að byggja þarna upp hátæknihóp með mjög vel menntuðum Kínverjum sem eiga að vera í fararbroddi fyrir þróun þeirra á næstu árum. Kína er því allt öðruvísi en mörg lönd sem hafa verið að laða til sín erlend fyrirtæki einungis vegna lítils tilkostnaðar," segir Ingjaldur og bætir síðan við:„Kínverjarnir verða að fá vörumerki. Vandi þeirra er að þeir hafa ekki virt höfundarrétt mjög mikils og gert sér grein fyrir því að ef þeir eiga að fá hátt verð fyrir sínar vörur á vestrænum mörkuðum, þá verða þeir að eiga vörumerki. Þeir eru núna þess vegna byrjaðir að kaupa upp vörumerki, þannig að þeirra afurðir „Made in China" eða „Designed in China" eða hvernig sem þeir merkja vörur sínar, séu þannig á markaðnum að neytendur séu tilbúnir að borga hærra verð."
Héðan og þaðan Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent