Unglingurinn í brennidepli 31. mars 2007 06:15 Pálmasunnudagur markar upphafið að árlegum fermingartíma. Næstu helgar munu íslenskar stórfjölskyldur koma saman í veislum sem haldnar eru til heiðurs unglingum á margbrotnu aldursskeiði. Unglingar á fjórtánda aldursári eru nefnilega yfirleitt ekkert sérstaklega gefnir fyrir mikið samneyti við fullorðna. Í þessu felst einmitt að hluta til fegurðin í þessum fallega sið sem fermingarveislur eru. Burt séð frá því sem fermingarathöfnin sjálf felur í sér og hvort börn á fjórtánda aldursári rísi undir ábyrgð á því sem hún felur í sér, er það góð og gegn hefð að fjölskyldur og vinir komi saman í því skyni að heiðra ungling og votta honum virðingu, hefð sam hafa ber í heiðri. Burt séð frá því einnig að mörgum kann að finnast að verslunarmennskan í kringum þennan atburð í lífi barns sé komin út í algerar öfgar er það einstæður atburður að stórfjölskylda komi saman og að tilefnið sé viðburður í lífi unglings. Í nútímasamfélagi standa iðulega margar fjölskyldur að hverju barni. Hópurinn sem lætur sig varða velferð hvers unglings er því stór og gaman er fyrir hann að koma saman í veislu þar sem unglingurinn er í brennidepli. Það er því sérstök ástæða til að hvetja foreldra fermingarbarna til að standa saman að veislu fyrir barn sitt, sé þess nokkur kostur, jafnvel þótt sambúð hafi verið slitið. Þegar barnið er í brennidepli á að leitast við að leggja til hliðar ágreining og neikvæðar tilfinningar og gleðjast með barninu sínu. Svo virðist sem það sé orðinn hluti af þjóðarsálinni að hnýta í fermingar og fermingarveislur. Meðal annars er talað um dýrar veislur og kvartað undan kostnaði vegna gjafanna. Sömuleiðis hefur það orðið einhvers konar lenska að kvarta undan því að fermingarveislur séu leiðinlegar. Nú er það þannig að vissulega getur verið dýrt að bjóða mörgu fólki. Hins vegar eru til margar leiðir til þess og ekki þurfa góðar veitingar endilega að vera dýrar veitingar. Sömuleiðis er hverjum í sjálfsvald sett hversu miklu fé hann ver í fermingargjafir. Loks er það svo að hver veisla er yfirleitt ekki miklu skemmtilegri en þeir sem hana sitja. Það er því einmitt á ábyrgð gestanna að gera hverja veislu að góðri veislu. Sömuleiðis er þá á færi hvers að nota það tækifæri sem veislan er til að ræða við fermingarbarnið og kynnast sjónarmiðum þess. Vissulega er hægt að taka undir það að margt sem tengist fermingum og fermingarveislum er komið út í öfgar. Þetta á ekki síst við um þætti sem tengjast útliti fermingarstúlkna. Á því sviði mætti að ósekju draga saman seglin. Sögur af brúnkumeðferð og naglaásetningu eru vonandi orðum auknar, hvað þá heldur af því að leigðir séu salir fyrir fermingarbörnin til að halda eftirfermingarveislur Grunnhugsunin í veislu til heiðurs unglingi er falleg og þeir eru lánsamir sem fá að taka þátt í slíkri veislu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Pálmasunnudagur markar upphafið að árlegum fermingartíma. Næstu helgar munu íslenskar stórfjölskyldur koma saman í veislum sem haldnar eru til heiðurs unglingum á margbrotnu aldursskeiði. Unglingar á fjórtánda aldursári eru nefnilega yfirleitt ekkert sérstaklega gefnir fyrir mikið samneyti við fullorðna. Í þessu felst einmitt að hluta til fegurðin í þessum fallega sið sem fermingarveislur eru. Burt séð frá því sem fermingarathöfnin sjálf felur í sér og hvort börn á fjórtánda aldursári rísi undir ábyrgð á því sem hún felur í sér, er það góð og gegn hefð að fjölskyldur og vinir komi saman í því skyni að heiðra ungling og votta honum virðingu, hefð sam hafa ber í heiðri. Burt séð frá því einnig að mörgum kann að finnast að verslunarmennskan í kringum þennan atburð í lífi barns sé komin út í algerar öfgar er það einstæður atburður að stórfjölskylda komi saman og að tilefnið sé viðburður í lífi unglings. Í nútímasamfélagi standa iðulega margar fjölskyldur að hverju barni. Hópurinn sem lætur sig varða velferð hvers unglings er því stór og gaman er fyrir hann að koma saman í veislu þar sem unglingurinn er í brennidepli. Það er því sérstök ástæða til að hvetja foreldra fermingarbarna til að standa saman að veislu fyrir barn sitt, sé þess nokkur kostur, jafnvel þótt sambúð hafi verið slitið. Þegar barnið er í brennidepli á að leitast við að leggja til hliðar ágreining og neikvæðar tilfinningar og gleðjast með barninu sínu. Svo virðist sem það sé orðinn hluti af þjóðarsálinni að hnýta í fermingar og fermingarveislur. Meðal annars er talað um dýrar veislur og kvartað undan kostnaði vegna gjafanna. Sömuleiðis hefur það orðið einhvers konar lenska að kvarta undan því að fermingarveislur séu leiðinlegar. Nú er það þannig að vissulega getur verið dýrt að bjóða mörgu fólki. Hins vegar eru til margar leiðir til þess og ekki þurfa góðar veitingar endilega að vera dýrar veitingar. Sömuleiðis er hverjum í sjálfsvald sett hversu miklu fé hann ver í fermingargjafir. Loks er það svo að hver veisla er yfirleitt ekki miklu skemmtilegri en þeir sem hana sitja. Það er því einmitt á ábyrgð gestanna að gera hverja veislu að góðri veislu. Sömuleiðis er þá á færi hvers að nota það tækifæri sem veislan er til að ræða við fermingarbarnið og kynnast sjónarmiðum þess. Vissulega er hægt að taka undir það að margt sem tengist fermingum og fermingarveislum er komið út í öfgar. Þetta á ekki síst við um þætti sem tengjast útliti fermingarstúlkna. Á því sviði mætti að ósekju draga saman seglin. Sögur af brúnkumeðferð og naglaásetningu eru vonandi orðum auknar, hvað þá heldur af því að leigðir séu salir fyrir fermingarbörnin til að halda eftirfermingarveislur Grunnhugsunin í veislu til heiðurs unglingi er falleg og þeir eru lánsamir sem fá að taka þátt í slíkri veislu.