Tvísýnar tímamótakosningar 15. apríl 2007 06:00 Engar forsetakosningar sem fram hafa farið í Frakklandi á síðustu áratugum hafa verið eins tvísýnar og þær sem nú fara í hönd. Samkvæmd viðhorfskönnunum eru viku fyrir fyrri umferð kosninganna tveir af hverjum fimm kjósendum óákveðnir og mjótt á munum milli þriggja efstu frambjóðenda, auk þess sem sá fjórði fær örugglega væna sneið af kökunni líka. En hitt er víst, að sama hver frambjóðendanna verður ofan á þá mun kosning hans valda nokkrum straumhvörfum í frönskum stjórnmálum. Stór verkefni biða nýs forseta Frakklands eftir að tólf ára forsetatíð Jacques Chirac lýkur, en hann er á sjötugastaogfimmta aldursári og ákvað að bjóða sig ekki fram einu sinni enn. Hver og einn frambjóðendanna þriggja sem efstir eru í skoðanakönnunum myndi innleiða mikla stefnubreytingu sem arftaki Chiracs. Mismikla þó. Þótt undarlegt kunni að virðast, þá bendir margt til þess að sá frambjóðandi sem bezt væri trúandi til að innleiða áþreifanlegar breytingar er flokksbróðir Chiracs, fyrrverandi innanríkisráðherrann Nicolas Sarkozy. Sarkozy, sem er sonur ungverskra innflytjenda og þannig allt annað en dæmigerður fulltrúi franskrar stjórnmálaelítu, hefur boðað að hann hyggist reyna það sem hann geti til að vekja landið upp af þeim væra svefni sem halda má fram að það sofi í efnahagslegu tilliti. Ekki veitir af. Hagvöxtur er með allra minnsta móti í þessu næststærsta þjóðhagkerfi evru-svæðisins. Umsvif ríkisins soga til sín helming þjóðarframleiðslunnar. Atvinnuleysi hefur í yfir 20 ár haldist yfir átta prósentum; skuldir ríkissjóðs hafa fimmfaldast frá því árið 1980 til að fjármagna velferðarkerfi sem æ fleiri treysta á sér til framfærslu. Innflutningur eykst stöðugt og nærir hraðvaxandi viðskiptahalla. Fyrir aldarfjórðungi var Frakkland með sjöundu hæstu þjóðartekjur á mann, en hefur nú færzt niður í sautjánda sæti. Sarkozy er að sjálfsögðu ekki einn frambjóðenda um að boða aðgerðir til umbóta. Royal hefur meðal annars borið lof á efnahagsstefnu Tonys Blair í Bretlandi og gagnrýnt 35 daga vinnuvikuna, sem flokkssystkin hennar komu á þegar þau voru í aðstöðu til. En að öðru leyti virðist efnahagsstefna hennar óljós og að mestu í takt við gamalkunna ríkisafskiptahugmyndafræði franskra vinstrimanna. Miðjuframbjóðandinn Francois Bayrou, sem á tímabili virtist ætla að taka framúr Royal í fylgiskapphlaupinu, hefur boðað að hann muni leggja ofuráherzlu á að lækka opinberar skuldir og hann hyggist fá í lið með sér hæfustu mennina frá hægri og vinstri. En fátt bendir til að hann hafi hug á að hagga við ríkisafskiptum eða rausnarlegu landabúnaðarstyrkjakerfinu. Enginn frambjóðendanna virðist líklegur til að taka með sambærilegum hætti til hendinni í þágu markaðsvæðingar hins rígbundna efnahagskerfis og vinnumarkaðar Frakklands eins og Margaret Thatcher gerði á sínum tíma í Bretlandi. Þótt þeir jafnvel viðurkenni að án slíkra umbóta stefni allt í að Frakkland dragist enn lengra afturúr hvað varðar samkeppnishæfni atvinnulífsins og efnahagslegri velferð yfirleitt. Enginn frambjóðendanna virðist líklegur til að taka með sambærilegum hætti til hendinni í hinu rígbundna efnahagskerfi og vinnumarkaði Frakklands eins og Margaret Thatcher gerði á sínum tíma í Bretlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Engar forsetakosningar sem fram hafa farið í Frakklandi á síðustu áratugum hafa verið eins tvísýnar og þær sem nú fara í hönd. Samkvæmd viðhorfskönnunum eru viku fyrir fyrri umferð kosninganna tveir af hverjum fimm kjósendum óákveðnir og mjótt á munum milli þriggja efstu frambjóðenda, auk þess sem sá fjórði fær örugglega væna sneið af kökunni líka. En hitt er víst, að sama hver frambjóðendanna verður ofan á þá mun kosning hans valda nokkrum straumhvörfum í frönskum stjórnmálum. Stór verkefni biða nýs forseta Frakklands eftir að tólf ára forsetatíð Jacques Chirac lýkur, en hann er á sjötugastaogfimmta aldursári og ákvað að bjóða sig ekki fram einu sinni enn. Hver og einn frambjóðendanna þriggja sem efstir eru í skoðanakönnunum myndi innleiða mikla stefnubreytingu sem arftaki Chiracs. Mismikla þó. Þótt undarlegt kunni að virðast, þá bendir margt til þess að sá frambjóðandi sem bezt væri trúandi til að innleiða áþreifanlegar breytingar er flokksbróðir Chiracs, fyrrverandi innanríkisráðherrann Nicolas Sarkozy. Sarkozy, sem er sonur ungverskra innflytjenda og þannig allt annað en dæmigerður fulltrúi franskrar stjórnmálaelítu, hefur boðað að hann hyggist reyna það sem hann geti til að vekja landið upp af þeim væra svefni sem halda má fram að það sofi í efnahagslegu tilliti. Ekki veitir af. Hagvöxtur er með allra minnsta móti í þessu næststærsta þjóðhagkerfi evru-svæðisins. Umsvif ríkisins soga til sín helming þjóðarframleiðslunnar. Atvinnuleysi hefur í yfir 20 ár haldist yfir átta prósentum; skuldir ríkissjóðs hafa fimmfaldast frá því árið 1980 til að fjármagna velferðarkerfi sem æ fleiri treysta á sér til framfærslu. Innflutningur eykst stöðugt og nærir hraðvaxandi viðskiptahalla. Fyrir aldarfjórðungi var Frakkland með sjöundu hæstu þjóðartekjur á mann, en hefur nú færzt niður í sautjánda sæti. Sarkozy er að sjálfsögðu ekki einn frambjóðenda um að boða aðgerðir til umbóta. Royal hefur meðal annars borið lof á efnahagsstefnu Tonys Blair í Bretlandi og gagnrýnt 35 daga vinnuvikuna, sem flokkssystkin hennar komu á þegar þau voru í aðstöðu til. En að öðru leyti virðist efnahagsstefna hennar óljós og að mestu í takt við gamalkunna ríkisafskiptahugmyndafræði franskra vinstrimanna. Miðjuframbjóðandinn Francois Bayrou, sem á tímabili virtist ætla að taka framúr Royal í fylgiskapphlaupinu, hefur boðað að hann muni leggja ofuráherzlu á að lækka opinberar skuldir og hann hyggist fá í lið með sér hæfustu mennina frá hægri og vinstri. En fátt bendir til að hann hafi hug á að hagga við ríkisafskiptum eða rausnarlegu landabúnaðarstyrkjakerfinu. Enginn frambjóðendanna virðist líklegur til að taka með sambærilegum hætti til hendinni í þágu markaðsvæðingar hins rígbundna efnahagskerfis og vinnumarkaðar Frakklands eins og Margaret Thatcher gerði á sínum tíma í Bretlandi. Þótt þeir jafnvel viðurkenni að án slíkra umbóta stefni allt í að Frakkland dragist enn lengra afturúr hvað varðar samkeppnishæfni atvinnulífsins og efnahagslegri velferð yfirleitt. Enginn frambjóðendanna virðist líklegur til að taka með sambærilegum hætti til hendinni í hinu rígbundna efnahagskerfi og vinnumarkaði Frakklands eins og Margaret Thatcher gerði á sínum tíma í Bretlandi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun