Þörf er á stöðugri uppfræðslu 25. apríl 2007 06:00 Peter Dyrberg Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira