Útgáfusamningur í verðlaun 25. apríl 2007 10:30 Getrvk.com efnir til hæfileikakeppni fyrir tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerðina og Reykjavík FM. Carmen og Erla vilja sjá sem flesta í áheyrnarprufunum í vikunni. MYND/Heiða Vefritið GetReykjavík stendur fyrir hæfileikakeppni fyrir upprennandi tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Reykjavík FM 30. apríl næstkomandi. Keppnin sjálf fer fram í Iðnó, en áheyrnarprufur verða haldnar á Barnum í kvöld og annað kvöld. Prufurnar eru opnar fólki á öllum aldri, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi ekki gefið út tónlist áður, að netinu undanskildu. „Það eru náttúrulega til nokkrar tónlistarkeppnir, eins og bara Músíktilraunir, en það eru alltaf einhver aldurstakmörk,“ sagði Carmen Jóhannsdóttir, ritstýra GetReykjavík. „Það er fullt af fólki í bænum sem hefur ekki gefið neitt út nema á netinu, til dæmis á Myspace, sem hefur ótrúlega mikið „potential“. Við viljum bara fá sem flesta til að koma,“ sagði hún. GetReykjavík velur átta til tíu keppendur úr áheyrnarprufunum sem fá að stíga á svið í Iðnó. Það er til mikils að vinna fyrir tónlistarfólk, því í fyrstu verðlaun er útgáfusamningur og stúdíótími í boði Cod Music. Í önnur verðlaun er Logic Pro upptökuforrit frá Apple. Áheyrnarprufur fara fram á milli 18 og 23 í kvöld og annað kvöld. Keppnin í Iðnó, mánudaginn 30. apríl, hefst klukkan 22. Mest lesið Brynjar skiptir Aroni út Lífið Ævintýralegur sumarfögnuður í Haukadal Lífið Harry Potter leikari tekur aftur við hlutverki sínu Lífið Hraustustu hjón Garðabæjar selja glæsihýsi Lífið „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Tónlist Endanlega búið spil hjá Johnson og Martin Lífið Vanvirkar fjölskyldur og hlutverkin sem skilja eftir sár Lífið Svona hljómar Himinn og jörð í flutningi Svölu Lífið Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer Lífið samstarf Romeo Beckham og Kim Turnbull sögð hætt saman Lífið Fleiri fréttir Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sigur Rós í Handmaids Tale Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Sjá meira
Vefritið GetReykjavík stendur fyrir hæfileikakeppni fyrir upprennandi tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Reykjavík FM 30. apríl næstkomandi. Keppnin sjálf fer fram í Iðnó, en áheyrnarprufur verða haldnar á Barnum í kvöld og annað kvöld. Prufurnar eru opnar fólki á öllum aldri, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi ekki gefið út tónlist áður, að netinu undanskildu. „Það eru náttúrulega til nokkrar tónlistarkeppnir, eins og bara Músíktilraunir, en það eru alltaf einhver aldurstakmörk,“ sagði Carmen Jóhannsdóttir, ritstýra GetReykjavík. „Það er fullt af fólki í bænum sem hefur ekki gefið neitt út nema á netinu, til dæmis á Myspace, sem hefur ótrúlega mikið „potential“. Við viljum bara fá sem flesta til að koma,“ sagði hún. GetReykjavík velur átta til tíu keppendur úr áheyrnarprufunum sem fá að stíga á svið í Iðnó. Það er til mikils að vinna fyrir tónlistarfólk, því í fyrstu verðlaun er útgáfusamningur og stúdíótími í boði Cod Music. Í önnur verðlaun er Logic Pro upptökuforrit frá Apple. Áheyrnarprufur fara fram á milli 18 og 23 í kvöld og annað kvöld. Keppnin í Iðnó, mánudaginn 30. apríl, hefst klukkan 22.
Mest lesið Brynjar skiptir Aroni út Lífið Ævintýralegur sumarfögnuður í Haukadal Lífið Harry Potter leikari tekur aftur við hlutverki sínu Lífið Hraustustu hjón Garðabæjar selja glæsihýsi Lífið „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Tónlist Endanlega búið spil hjá Johnson og Martin Lífið Vanvirkar fjölskyldur og hlutverkin sem skilja eftir sár Lífið Svona hljómar Himinn og jörð í flutningi Svölu Lífið Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer Lífið samstarf Romeo Beckham og Kim Turnbull sögð hætt saman Lífið Fleiri fréttir Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sigur Rós í Handmaids Tale Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Sjá meira