Stjórnarsamstarf 28. apríl 2007 06:00 Utanríkisráðherra hefur í þessari viku með formlegum hætti staðfest pólitískar viljayfirlýsingar með ríkisstjórnum Noregs og Danmerkur um varnar- og öryggissamstarf á Norður-Atlantshafi á friðartímum. Þessar yfirlýsingar eru í fullu samræmi við þau áform sem ríkisstjórnin kynnti um aukið samstarf við þessar þjóðir og fleiri þegar varnarlið Bandaríkjanna fór. Forsætisráðherra hefur réttilega bent á að tími hafi verið kominn til að formbinda samstarf við þessar grannþjóðir og fleiri innan Atlantshafsbandalagsins án tillits til þess hvort bandarískt varnarlið hefði verið hér lengur eða skemur. Samstarf af þessu tagi er, rétt eins og brottför varnarliðsins, rökrétt viðbrögð við nýjum aðstæðum. Eftir sem áður er varnarsamningurinn við Bandaríkin þungamiðjan í þeim öryggisráðstöfunum sem við höfum tryggt ef til ófriðar kemur. Ríkisstjórnin hefur haldið á varnarmálunum fumlaust og af festu. Öryggismál hverrar þjóðar eru grundvallarviðfangsefni sem ræða verður af meiri alvöru en flest önnur. Það sem helst má gagnrýna er að utanríkisráðuneytið hefur ekki enn sem komið er metið hversu umfangsmikil starfsemi af þessu tagi þarf að vera. Því verki þarf að hraða til þess meðal annars að geta svarað því hvert verði umfang samstarfs á grundvelli nýju stefnuyfirlýsinganna. Þetta er líka hluti af ríkisfjármálapólitík. Mikilvægt er að sem allra breiðust samstaða sé á hverjum tíma um meginlínurnar í öryggis- og varnarmálastefnunni. Hringlandi í þeim efnum frá einni ríkisstjórn til annarrar dregur úr trausti þjóðarinnar út á við. Viðbrögðin við nýju samstarfsyfirlýsingunum sýna ótvírætt breiða samstöðu og pólitíska ábyrgð. Einungis Vinstri grænt hefur lýst andstöðu á grundvelli þess að flokkurinn er andvígur hvers kyns hernaðarlegum vörnum og samstarfi þar að lútandi. Á augabragði kann þessi sérstaða að vera saklaus þegar á heildina er litið. Ekki er þó alveg víst að svo sé. Kosningar eru framundan. Enginn flokkur hefur útilokað stjórnarsamstarf við Vinstri græn og Samfylkingin hefur beinlínis valið þau sem fyrsta kost í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ef varnarstefna Vinstri græns er einungis til innanflokksnotkunar er hún gildislítil. Geri flokkurinn á hinn bóginn kröfur til þess í hugsanlegu stjórnarsamstarfi að sveigt verði í einhverjum efnum frá þeirri meginlínu í varnar- og öryggismálum, sem að öðru leyti er breið pólitísk samstaða um, þarf aðgæslu við. Forystumenn Vinstri grænna þurfa að svara mjög skýrt hvaða áform þeir hafa í þessum efnum ef til stjórnarmyndunar kemur af þeirra hálfu. Að sama skapi þurfa forystumenn annarra flokka að gera grein fyrir því hvort og eftir atvikum að hve miklu leyti þeir eru reiðubúnir að víkja frá þeirri stefnu sem mótuð hefur verið í öryggis- og varnarmálum ef til samstarfs við Vinstri grænt kemur. Þjóðin verður að fá að vita fyrirfram hvort sá óróleiki og sú óvissa um slíkt grundvallarmál muni fylgja hugsanlegri stjórn með aðild Vinstri grænna eins og var um þær stjórnir á sinni tíð þar sem samið var um breytingar á þessu sviði. Þessi mál hafa algjöra sérstöðu umfram önnur sem stjórnmálaflokkar þurfa að semja um við stjórnarmyndanir. Þau verður að upplýsa fyrir kosningar. Reynslan er ólygin þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Utanríkisráðherra hefur í þessari viku með formlegum hætti staðfest pólitískar viljayfirlýsingar með ríkisstjórnum Noregs og Danmerkur um varnar- og öryggissamstarf á Norður-Atlantshafi á friðartímum. Þessar yfirlýsingar eru í fullu samræmi við þau áform sem ríkisstjórnin kynnti um aukið samstarf við þessar þjóðir og fleiri þegar varnarlið Bandaríkjanna fór. Forsætisráðherra hefur réttilega bent á að tími hafi verið kominn til að formbinda samstarf við þessar grannþjóðir og fleiri innan Atlantshafsbandalagsins án tillits til þess hvort bandarískt varnarlið hefði verið hér lengur eða skemur. Samstarf af þessu tagi er, rétt eins og brottför varnarliðsins, rökrétt viðbrögð við nýjum aðstæðum. Eftir sem áður er varnarsamningurinn við Bandaríkin þungamiðjan í þeim öryggisráðstöfunum sem við höfum tryggt ef til ófriðar kemur. Ríkisstjórnin hefur haldið á varnarmálunum fumlaust og af festu. Öryggismál hverrar þjóðar eru grundvallarviðfangsefni sem ræða verður af meiri alvöru en flest önnur. Það sem helst má gagnrýna er að utanríkisráðuneytið hefur ekki enn sem komið er metið hversu umfangsmikil starfsemi af þessu tagi þarf að vera. Því verki þarf að hraða til þess meðal annars að geta svarað því hvert verði umfang samstarfs á grundvelli nýju stefnuyfirlýsinganna. Þetta er líka hluti af ríkisfjármálapólitík. Mikilvægt er að sem allra breiðust samstaða sé á hverjum tíma um meginlínurnar í öryggis- og varnarmálastefnunni. Hringlandi í þeim efnum frá einni ríkisstjórn til annarrar dregur úr trausti þjóðarinnar út á við. Viðbrögðin við nýju samstarfsyfirlýsingunum sýna ótvírætt breiða samstöðu og pólitíska ábyrgð. Einungis Vinstri grænt hefur lýst andstöðu á grundvelli þess að flokkurinn er andvígur hvers kyns hernaðarlegum vörnum og samstarfi þar að lútandi. Á augabragði kann þessi sérstaða að vera saklaus þegar á heildina er litið. Ekki er þó alveg víst að svo sé. Kosningar eru framundan. Enginn flokkur hefur útilokað stjórnarsamstarf við Vinstri græn og Samfylkingin hefur beinlínis valið þau sem fyrsta kost í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ef varnarstefna Vinstri græns er einungis til innanflokksnotkunar er hún gildislítil. Geri flokkurinn á hinn bóginn kröfur til þess í hugsanlegu stjórnarsamstarfi að sveigt verði í einhverjum efnum frá þeirri meginlínu í varnar- og öryggismálum, sem að öðru leyti er breið pólitísk samstaða um, þarf aðgæslu við. Forystumenn Vinstri grænna þurfa að svara mjög skýrt hvaða áform þeir hafa í þessum efnum ef til stjórnarmyndunar kemur af þeirra hálfu. Að sama skapi þurfa forystumenn annarra flokka að gera grein fyrir því hvort og eftir atvikum að hve miklu leyti þeir eru reiðubúnir að víkja frá þeirri stefnu sem mótuð hefur verið í öryggis- og varnarmálum ef til samstarfs við Vinstri grænt kemur. Þjóðin verður að fá að vita fyrirfram hvort sá óróleiki og sú óvissa um slíkt grundvallarmál muni fylgja hugsanlegri stjórn með aðild Vinstri grænna eins og var um þær stjórnir á sinni tíð þar sem samið var um breytingar á þessu sviði. Þessi mál hafa algjöra sérstöðu umfram önnur sem stjórnmálaflokkar þurfa að semja um við stjórnarmyndanir. Þau verður að upplýsa fyrir kosningar. Reynslan er ólygin þar um.