Framtíðin 5. maí 2007 06:00 Núna stendur yfir kosningabarátta þar sem stjórnmálaflokkar demba yfir okkur slagorðum og auglýsingum í örfáar vikur sem eiga að fá okkur til að gleyma öllu því sem hefur gerst á Íslandi undanfarin fjögur ár. Vonandi hefur þessi barátta lítil áhrif því ef slagorðin virka þá er það einungis á kostnað sjálfstæðrar hugsunar. Framtíð okkar skiptir líka of miklu til þess að hún eigi að ráðast af átaksverkefnum hjá auglýsingastofum landsins í fáeinar vikur. Áhugamenn um stjórnmál liggja þessar vikurnar yfir kosningaumfjöllun fjölmiðla, ekki síst umræðuþáttum í sjónvarpi. Fagmennirnir á fjölmiðlunum reyna þar að kryfja þau mál sem brenna á þjóðinni. Ef marka má þessa þætti er sjónarhorn Íslendinga óskaplega þröngt. Stjórnmálamennirnir eru spurðir út í hvaða vegarspotta eigi að breikka næst og hvaða atvinnustarfsemi sé blómlegust „í kjördæminu". Ég er hins vegar ekki viss um að fólk sé endilega að biðla til stjórnmálamanna um skyndilausnir í atvinnumálum. Væntanlega vilja flestir bjarga sér sjálfir í þeim efnum og líta frekar til stjórnmálamanna um mál sem varða okkur öll og sameiginlega framtíð mannkyns. Þar eru blikur á lofti sem ekki er spurt um í umræðuþáttum. Við á Íslandi glímum við sömu spurningar og fólk annars staðar í heiminum. Eigum við að lifa áfram í falsvitund um „endalok sögunnar", ótakmarkaðan hagvöxt og þenslu, alþjóðavæðingu sem studd er af hernaðarmætti kjarnorkuvelda og þeirri nauðhyggju að við eigum í rauninni ekki val um neitt annað? Eða eigum við að horfast í augu við að þessi draumur hefur beðið hnekki undanfarin ár, eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst og samhliða því markviss aðför að lýðréttindum fólks í þeim löndum sem ennþá kalla sig „frjáls". Opinberar stofnanir hafa fengið aukið svigrúm til að njósna um almenna borgara í nafni öryggis eða takmarka mannréttindi fólks með öðrum hætti á sömu forsendu. Þótt allir þykist vera á móti „forræðishyggju" virðist sú andstaða rista grunnt þegar stofnað er til leynilögreglu og eftirlit með borgurunum er hert. Það blasir við að alþjóðavæðingin sem verið hefur í tísku undanfarna áratugi var á forsendum iðnríkjanna, en fátækustu þjóðir heimsins búa við afturför frekar en hitt. Ekki er það skrítið að margir skuli óttast afleiðingar alþjóðavæðingar sem á sér slíkar birtingarmyndir, og að sá ótti hafi líka náð hingað til Íslands. Sumir hafa farið þá billegu leið að kenna veikasta hlekknum um allt saman; fólkinu sem flytur á milli landa í leit að betri afkomu. Það er hins vegar varla hægt að yfirbjóða núverandi stjórnvöld þegar kemur að þröngsýnni innflytjendastefnu. Við Íslendingar tókum í heilu lagi upp harkaleg innflytjendalög Dana til þess að hindra ungt fólk í að komast til landsins; þótt grunnt sé á undanþágum fyrir þá sem hafa tengsl við ráðherra eða önnur fyrirmenni. Alþjóðavæðingin á sér ýmsar hliðar, en þessi hlið er ekki sérlega geðfelld. Stærsta spurningin sem blasir við okkur öllum snýst um framtíð mannkyns á komandi öld og áhrif iðnvæðingarinnar á umhverfi okkar. Eigum við áfram að stunda það sem auglýsingasmiðir kalla „velferð á traustum grunni" en heitir rányrkja á mannamáli? Fyrir fjórum árum litu Íslendingar svo á að loftmengun væri ekki okkar mál, en undanfarin misseri hafa viðhorfin verið að breytast. Þótt einkennilegt megi virðast hefur „kosningaumfjöllun" undanfarinna vikna einkum orðið til þess að blása sandi yfir þessi merku tíðindi. Þess vegna veitir ekki af að ítreka þessi sannindi:Frelsi og möguleikar þeirra sem nú lifa mega ekki takmarka valfrelsi komandi kynslóða. Þess vegna er mikilvægt að atvinnulíf okkar sé sjálfbært, að auðlindir sem eiga að nýtast fleirum en samtímamönnum séu ekki þurrausnar. Landið okkar og náttúran eru í stöðugri þróun en með hraðri útrýmingu tegundanna er verið að rýra umhverfi okkar og gera heiminn fátækari. Loftmengun og aukinn útblástur getur valdið ómældum skaða fyrir mörg samfélög og áhrifin á fámenn eysamfélög eru fullkomlega ófyrirséð. Þessi þróun er ekki eðlileg heldur hefur ágengni mannsins á umhverfi sitt stigmagnast á æviskeiði örfárra kynslóða. Þeir sem trúa á framfarir og möguleika mannkynsins á að bæta hag sinn geta ekki jafnframt verið talsmenn rányrkju. Þess vegna eigum við að efla sjálfbærar atvinnugreinar. Við þurfum virkilega að hugsa um framtíðina þessa dagana. Það eru blikur á lofti en það sem vekur bjartsýni er skýr vilji til breytinga. Það skiptir máli að við látum ekki slagorðaglamur og loforðakeppni kosningabaráttunnar kæfa þann vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Núna stendur yfir kosningabarátta þar sem stjórnmálaflokkar demba yfir okkur slagorðum og auglýsingum í örfáar vikur sem eiga að fá okkur til að gleyma öllu því sem hefur gerst á Íslandi undanfarin fjögur ár. Vonandi hefur þessi barátta lítil áhrif því ef slagorðin virka þá er það einungis á kostnað sjálfstæðrar hugsunar. Framtíð okkar skiptir líka of miklu til þess að hún eigi að ráðast af átaksverkefnum hjá auglýsingastofum landsins í fáeinar vikur. Áhugamenn um stjórnmál liggja þessar vikurnar yfir kosningaumfjöllun fjölmiðla, ekki síst umræðuþáttum í sjónvarpi. Fagmennirnir á fjölmiðlunum reyna þar að kryfja þau mál sem brenna á þjóðinni. Ef marka má þessa þætti er sjónarhorn Íslendinga óskaplega þröngt. Stjórnmálamennirnir eru spurðir út í hvaða vegarspotta eigi að breikka næst og hvaða atvinnustarfsemi sé blómlegust „í kjördæminu". Ég er hins vegar ekki viss um að fólk sé endilega að biðla til stjórnmálamanna um skyndilausnir í atvinnumálum. Væntanlega vilja flestir bjarga sér sjálfir í þeim efnum og líta frekar til stjórnmálamanna um mál sem varða okkur öll og sameiginlega framtíð mannkyns. Þar eru blikur á lofti sem ekki er spurt um í umræðuþáttum. Við á Íslandi glímum við sömu spurningar og fólk annars staðar í heiminum. Eigum við að lifa áfram í falsvitund um „endalok sögunnar", ótakmarkaðan hagvöxt og þenslu, alþjóðavæðingu sem studd er af hernaðarmætti kjarnorkuvelda og þeirri nauðhyggju að við eigum í rauninni ekki val um neitt annað? Eða eigum við að horfast í augu við að þessi draumur hefur beðið hnekki undanfarin ár, eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst og samhliða því markviss aðför að lýðréttindum fólks í þeim löndum sem ennþá kalla sig „frjáls". Opinberar stofnanir hafa fengið aukið svigrúm til að njósna um almenna borgara í nafni öryggis eða takmarka mannréttindi fólks með öðrum hætti á sömu forsendu. Þótt allir þykist vera á móti „forræðishyggju" virðist sú andstaða rista grunnt þegar stofnað er til leynilögreglu og eftirlit með borgurunum er hert. Það blasir við að alþjóðavæðingin sem verið hefur í tísku undanfarna áratugi var á forsendum iðnríkjanna, en fátækustu þjóðir heimsins búa við afturför frekar en hitt. Ekki er það skrítið að margir skuli óttast afleiðingar alþjóðavæðingar sem á sér slíkar birtingarmyndir, og að sá ótti hafi líka náð hingað til Íslands. Sumir hafa farið þá billegu leið að kenna veikasta hlekknum um allt saman; fólkinu sem flytur á milli landa í leit að betri afkomu. Það er hins vegar varla hægt að yfirbjóða núverandi stjórnvöld þegar kemur að þröngsýnni innflytjendastefnu. Við Íslendingar tókum í heilu lagi upp harkaleg innflytjendalög Dana til þess að hindra ungt fólk í að komast til landsins; þótt grunnt sé á undanþágum fyrir þá sem hafa tengsl við ráðherra eða önnur fyrirmenni. Alþjóðavæðingin á sér ýmsar hliðar, en þessi hlið er ekki sérlega geðfelld. Stærsta spurningin sem blasir við okkur öllum snýst um framtíð mannkyns á komandi öld og áhrif iðnvæðingarinnar á umhverfi okkar. Eigum við áfram að stunda það sem auglýsingasmiðir kalla „velferð á traustum grunni" en heitir rányrkja á mannamáli? Fyrir fjórum árum litu Íslendingar svo á að loftmengun væri ekki okkar mál, en undanfarin misseri hafa viðhorfin verið að breytast. Þótt einkennilegt megi virðast hefur „kosningaumfjöllun" undanfarinna vikna einkum orðið til þess að blása sandi yfir þessi merku tíðindi. Þess vegna veitir ekki af að ítreka þessi sannindi:Frelsi og möguleikar þeirra sem nú lifa mega ekki takmarka valfrelsi komandi kynslóða. Þess vegna er mikilvægt að atvinnulíf okkar sé sjálfbært, að auðlindir sem eiga að nýtast fleirum en samtímamönnum séu ekki þurrausnar. Landið okkar og náttúran eru í stöðugri þróun en með hraðri útrýmingu tegundanna er verið að rýra umhverfi okkar og gera heiminn fátækari. Loftmengun og aukinn útblástur getur valdið ómældum skaða fyrir mörg samfélög og áhrifin á fámenn eysamfélög eru fullkomlega ófyrirséð. Þessi þróun er ekki eðlileg heldur hefur ágengni mannsins á umhverfi sitt stigmagnast á æviskeiði örfárra kynslóða. Þeir sem trúa á framfarir og möguleika mannkynsins á að bæta hag sinn geta ekki jafnframt verið talsmenn rányrkju. Þess vegna eigum við að efla sjálfbærar atvinnugreinar. Við þurfum virkilega að hugsa um framtíðina þessa dagana. Það eru blikur á lofti en það sem vekur bjartsýni er skýr vilji til breytinga. Það skiptir máli að við látum ekki slagorðaglamur og loforðakeppni kosningabaráttunnar kæfa þann vilja.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun