Óvenjuleg listapör 12. maí 2007 10:45 Davíð Örn Halldórsson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir deila ást á myndlist og sýna saman verk í Norræna húsinu. Hér gefur að líta verk eftir Sigrúnu. Óvenjuleg myndlistarsýning á vegum hátíðarinnar List án landamæra verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Þetta er sannkölluð parasýning þar sem fimmtán ólíkir listamenn sameina krafta sína en meðal þátttakenda eru meðal annars pörin Gauti Ásgeirsson og Finnbogi Pétursson, Halldór Dungal og Hulda Hákon og Guðrún Bergsdóttir og stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum. Myndlistarfólkið Davíð Örn Halldórsson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir, sem einnig er kunn fyrir afrek sín á íþróttasviðinu, unnu saman að verkinu „Kofaköttur“. „Þetta er stórt málverk á viðarplötu, unnið með blandaðri tækni,“ útskýrir Davíð. „Við erum bæði úthverfabörn og alin upp í Breiðholti svo það mætti segja að viðfangsefnið væri samspil úthverfanna og náttúrunnar.“ Davíð segir að samstarfið hafi gengið vel og þau séu bæði við stjórnvölinn en hlutverk hans hafi meðal annars verið að stækka sýn samstarfskonu sinnar. „Ég sá strax að Margrét [M. Norðdahl, framkvæmdastjóri Listahátíðar án landamæra] hafði haft rétt fyrir sér að para okkur saman. Við erum bæði mjög litrík og alveg smellpössum saman.“ Davíð er mjög ánægður með þetta framtak. „Þetta er ótrúlegt fyrirbæri, það eru frjóir hugar sem standa að baki þessu og myndlist þátttakendanna er það líka. Ég hef sjálfur verið að vinna svolítið með utangarðsmyndlist og gat því ekki afþakkað svona tækifæri. Svo er auðvitað dásamlegt að kynnast Sigrúnu og hennar myndum.“ Samstarfsverkefninu eru margskonar. Til dæmis sýnir myndlistarkonan Hulda Hákon verk sem blindir geta skoðað með höndunum. Hennar samstarfsmaður Halldór Dungal er aftur blindur málari sem sýnir verk fyrir sjáandi. Tolli og Gígja Thoroddsen sýna málverk af fólki, þar af eitt sem þau unnu í sameiningu, og Guðrún Bergsdóttir og Gjörningaklúbburinn sýna innri mynstur, textíl og vídeóverk sem þessar fjórar listakonur hafa unnið saman. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag en hún stendur til 3. júní. Hún er opin alla daga nema mánudaga milli 12 og 17. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Óvenjuleg myndlistarsýning á vegum hátíðarinnar List án landamæra verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Þetta er sannkölluð parasýning þar sem fimmtán ólíkir listamenn sameina krafta sína en meðal þátttakenda eru meðal annars pörin Gauti Ásgeirsson og Finnbogi Pétursson, Halldór Dungal og Hulda Hákon og Guðrún Bergsdóttir og stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum. Myndlistarfólkið Davíð Örn Halldórsson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir, sem einnig er kunn fyrir afrek sín á íþróttasviðinu, unnu saman að verkinu „Kofaköttur“. „Þetta er stórt málverk á viðarplötu, unnið með blandaðri tækni,“ útskýrir Davíð. „Við erum bæði úthverfabörn og alin upp í Breiðholti svo það mætti segja að viðfangsefnið væri samspil úthverfanna og náttúrunnar.“ Davíð segir að samstarfið hafi gengið vel og þau séu bæði við stjórnvölinn en hlutverk hans hafi meðal annars verið að stækka sýn samstarfskonu sinnar. „Ég sá strax að Margrét [M. Norðdahl, framkvæmdastjóri Listahátíðar án landamæra] hafði haft rétt fyrir sér að para okkur saman. Við erum bæði mjög litrík og alveg smellpössum saman.“ Davíð er mjög ánægður með þetta framtak. „Þetta er ótrúlegt fyrirbæri, það eru frjóir hugar sem standa að baki þessu og myndlist þátttakendanna er það líka. Ég hef sjálfur verið að vinna svolítið með utangarðsmyndlist og gat því ekki afþakkað svona tækifæri. Svo er auðvitað dásamlegt að kynnast Sigrúnu og hennar myndum.“ Samstarfsverkefninu eru margskonar. Til dæmis sýnir myndlistarkonan Hulda Hákon verk sem blindir geta skoðað með höndunum. Hennar samstarfsmaður Halldór Dungal er aftur blindur málari sem sýnir verk fyrir sjáandi. Tolli og Gígja Thoroddsen sýna málverk af fólki, þar af eitt sem þau unnu í sameiningu, og Guðrún Bergsdóttir og Gjörningaklúbburinn sýna innri mynstur, textíl og vídeóverk sem þessar fjórar listakonur hafa unnið saman. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag en hún stendur til 3. júní. Hún er opin alla daga nema mánudaga milli 12 og 17.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira