Cameron Diaz og Ashton Kutcher eru í viðræðum um að leika í rómantísku myndinni What Happens in Vegas ... Myndin fjallar um tvær ókunnugar manneskjur sem vakna með mikla timburmenn í Vegas eftir að hafa gift sig kvöldið áður. Einnig uppgötva þau að annað þeirra hefur unnið stóran vinning með smápeningum hinnar manneskjunnar. Skapar þetta vitaskuld mikil vandamál.
Kutcher lék síðast í myndinni The Guardian en Diaz talar inn á Shrek the Third sem kemur í bíó hér á landi 22. júní næstkomandi.