Sægreifinn og Búllan í Washington Post 30. maí 2007 00:01 Örn Hreinsson, rekstrarstjóri Búllunnar. Greinarhöfundur Washington Post kallar mat Hamborgarabúllunnar og Sægreifans „köld kjarakaup“. MYND/E.Ól. Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. Segir frá því hvernig þeir hrökkluðust frá hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum eftir að hafa litið matseðlana augum, eða öllu heldur verð þeirra. Lýsir höfundurinn þeirri upplifun að sjá pakistanskan kjúklingakarrírétt verðlagðan á 27 dollara og pitsu á átján dollara. Hann tekur sérstaklega fram að hann hafi ferðast um margar dýrustu borgir heims. Verðið á Íslandi sprengi alla skala. Í greininni segir að þeir ferðafélagar hafi verið orðnir heldur framlágir og sársvangir er þeir loksins komu að Sægreifanum. Þar gæddu þeir sér á humarsúpu og hvalsteik og drukku heimabruggað víkingaöl með. Fyrir það borguðu þeir 45 bandaríkjadali. Á Sægreifanum fengu ferðalangarnir svo fregnir af því að í næsta húsi mætti fá bestu hamborgara Íslands. Bandaríkjamennirnir létu ekki segja sér það tvisvar og voru mættir á Hamborgarabúlluna í næsta hádegi. Þar snæddu þeir borgara og franskar úr bastkörfum og drukku mjólkurhristing með. Matinn, myndirnar af poppstjörnum upp um alla veggi og útsýnið yfir hafið kunnu þeir vel að meta. Máltíðin kostaði þá þrjátíu dollara. Tekið er fram í lok greinarinnar að Ísland snúist um svo mikið meira en mat. Hins vegar komi fátt í staðinn fyrir góða máltíð á sanngjörnu verði. Matur Sægreifans og Hamborgarabúllunnar væru „köld kjarakaup í hinni dýru höfuðborg Íslands“. Héðan og þaðan Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. Segir frá því hvernig þeir hrökkluðust frá hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum eftir að hafa litið matseðlana augum, eða öllu heldur verð þeirra. Lýsir höfundurinn þeirri upplifun að sjá pakistanskan kjúklingakarrírétt verðlagðan á 27 dollara og pitsu á átján dollara. Hann tekur sérstaklega fram að hann hafi ferðast um margar dýrustu borgir heims. Verðið á Íslandi sprengi alla skala. Í greininni segir að þeir ferðafélagar hafi verið orðnir heldur framlágir og sársvangir er þeir loksins komu að Sægreifanum. Þar gæddu þeir sér á humarsúpu og hvalsteik og drukku heimabruggað víkingaöl með. Fyrir það borguðu þeir 45 bandaríkjadali. Á Sægreifanum fengu ferðalangarnir svo fregnir af því að í næsta húsi mætti fá bestu hamborgara Íslands. Bandaríkjamennirnir létu ekki segja sér það tvisvar og voru mættir á Hamborgarabúlluna í næsta hádegi. Þar snæddu þeir borgara og franskar úr bastkörfum og drukku mjólkurhristing með. Matinn, myndirnar af poppstjörnum upp um alla veggi og útsýnið yfir hafið kunnu þeir vel að meta. Máltíðin kostaði þá þrjátíu dollara. Tekið er fram í lok greinarinnar að Ísland snúist um svo mikið meira en mat. Hins vegar komi fátt í staðinn fyrir góða máltíð á sanngjörnu verði. Matur Sægreifans og Hamborgarabúllunnar væru „köld kjarakaup í hinni dýru höfuðborg Íslands“.
Héðan og þaðan Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent