Smakkveisla Svía 31. maí 2007 05:00 Matarveisla hefst í höfuðborg Svíþjóðar á morgun. Um hálf milljón manna sækir hana á ári hverju. Fyrir þá sem eru á leið til Norðurlanda eða eru búsettir á þeim slóðum er ekki úr vegi að sækja Stokkhólm heim á næstu dögum. Frá 1. til 6. júní stendur þar yfir viðamikil matarveisla sem um hálf milljón gesta sækir heim á ári hverju. Matarveislan kallast Smaka på Stockholm, eða Bragðaðu á Stokkhólmi, og fer fram í almenningsgarðinum Kungsträdgården. Um þrjátíu krár og veitingastaðir í borginni bjóða þar upp á yfir tvö hundruð mismunandi rétti, kokkar etja kappi og vín og bjór flæðir um garðinn. Viðburðurinn hefur átt sér stað á hverju ári síðastliðin fimmtán ár og er sá stærsti sinnar tegundar í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fyrir þá sem eru á leið til Norðurlanda eða eru búsettir á þeim slóðum er ekki úr vegi að sækja Stokkhólm heim á næstu dögum. Frá 1. til 6. júní stendur þar yfir viðamikil matarveisla sem um hálf milljón gesta sækir heim á ári hverju. Matarveislan kallast Smaka på Stockholm, eða Bragðaðu á Stokkhólmi, og fer fram í almenningsgarðinum Kungsträdgården. Um þrjátíu krár og veitingastaðir í borginni bjóða þar upp á yfir tvö hundruð mismunandi rétti, kokkar etja kappi og vín og bjór flæðir um garðinn. Viðburðurinn hefur átt sér stað á hverju ári síðastliðin fimmtán ár og er sá stærsti sinnar tegundar í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira