Tesco heimsótti Bakkavör óvænt 31. maí 2007 09:01 Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira