Tesco heimsótti Bakkavör óvænt 31. maí 2007 09:01 Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira