Hvenær á að virkja og hvenær ekki 10. júní 2007 06:00 Ég vil byrja þessa grein á því að þakka heiðursmanninum Sturlu Böðvarssyni fyrir þá þolinmæði og huggulegheit sem hann sýndi mér þegar ég ítrekað, aftur og aftur, ávarpaði hann sem frú forseta í fyrstu ræðunni sem ég hélt á Alþingi. Hann hafði gengið í stól forseta í miðri ræðu minni, sem hófst undir öruggri stjórn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og þar sem ég var upptekinn við ræðuhaldið tók ég ekki eftir skiptunum. Vonandi er fall fararheill. En tilefni ræðu minnar var þingsályktunartillaga frá þingmönnum Vinstri grænna. Tillagan gengur út á að Alþingi samþykki að fallið verði frá áformum um Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum og frekari virkjanir í Þjórsá en orðið er. Greinilegt var að Vinstri grænum fannst ekki nægjanlega skýrt kveðið á um þessi mál í stjórnarsáttmálanum. Þar kemur þó fram að friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað þannig að það nái til alls votlendisins sem gerir verin svo einstök. Til að taka af öll tvímæli lagði ég áherslu á að það væri vilji stjórnarflokkanna að ekki yrði ráðist í framkvæmdir við Norðlingaöldu á kjörtímabilinu og minnti á að rammaáætlun um nýtingu og verndun náttúrusvæða yrði lögð fyrir Alþingi fyrir árslok 2009. Hvað varðaði virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þá liggur fyrir að vandfundnir eru virkjanakostir á Íslandi sem hafa minni umhverfisáhrif heldur en þeir sem hér um ræðir. Þeir hafa allir staðist umhverfismat, það þarf ekki að búa til uppistöðulón og framkvæmdirnar eru ekki inni á ósnortnu víðerni Íslands. Það er mín skoðun að ef ekki er hægt að virkja neðri hluta Þjórsár vegna umhverfisáhrifa séum við komin að þeirri niðurstöðu að engar vatnsaflsvirkjanir verði reistar á Íslandi. Ég var því á móti tillögu Vinstri grænna því ég tel að þegar saman er virt, efnahagslegar þarfir okkar og skyldur til að vernda náttúruna, sé réttlætanlegt að reisa þessar virkjanir. Mér er ljóst að mörgum einlægum náttúruverndarsinnanum líkar ekki þessi afstaða mín, en hún hvílir á þeirri skoðun að saman þurfi að fara verndun náttúrunnar og nýting hennar þjóðinni allri til hagsbóta. En ég lagði til í ræðu minni, og beindi því sérstaklega til iðnaðarráðherra, að Alþingi breytti umgjörð þessara mála til þess að ákvarðanataka yrði gegnsærri og markvissari í framtíðinni. Tillögur mínar voru þessar:Þrengja heimild til að beita eignarnámiSamkvæmt núgildandi lögum getur iðnaðarráðherra beitt eignarnámi ef ekki semst á milli landeigenda og viðkomandi orkufyrirtækis. Fer slíkt eignarnám fram í krafti almanna hagsmuna. Ég tel að ekki sé hægt að réttlæta að menn séu þvingaðir til að selja jarðir sínar vegna viðskipta sem tveir aðilar eiga sín á milli.og aftur tugum milljarða króna og þau þurfa að ganga fyrir sig án þess að hægt sé að beita framkvæmdavaldinu til að skerða eignarréttindi manna. Jafnframt lagði ég til að í þeim tilvikum þar sem hægt er að sýna fram á verulega almanna hagsmuni þurfi Alþingi, en ekki iðnaðarráðherra, að beita eignarnámsheimildumEngar ríkisábyrgðir á stóriðjuframkvæmdumEf um er að ræða virkjanaframkvæmdir sem sérstaklega er ráðist í til að afla orku fyrir einn einstakan aðila þá er ekki réttlætanlegt að veita ríkisábyrgðir fyrir þeim. Betra er að um slíkar virkjanir sé stofnað sérstakt félag, með eigin efnahagsreiking, sem þurfi að afla sér lánsfjár á markaði. Að öllu jöfnu lækkar ríkisábyrgð þá ávöxtunarkröfu sem gerð er til framkvæmdarinnar og þar með aukast líkur á því að orkuverðið sem samið er um endurspegli ekki þá áhættu sem tekin er í viðskiptunum. VatnsréttindiEinnig lagði ég til við iðnaðarráðherra að þess væri gætt að vatnsréttindi í eigu ríkissins væru þannig verðlögð að sannvirði þeirra kæmi sem best fram. Þetta er flókið mál, en nauðsynlegt að endanlegt orkuverð endurspegli virði vatnsréttindana. Ef iðnaðarráðherra tekur þessum breytingum jákvætt má vænta þess að hægt sé að breyta því regluverki sem orkufyrirtækin starfa eftir þannig að til bóta sé. Þó það leysi ekki allar deilur, þá má vænta þess að umræðan verði markvissari og gagnlegri en áður um þessi mikilvægu mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ég vil byrja þessa grein á því að þakka heiðursmanninum Sturlu Böðvarssyni fyrir þá þolinmæði og huggulegheit sem hann sýndi mér þegar ég ítrekað, aftur og aftur, ávarpaði hann sem frú forseta í fyrstu ræðunni sem ég hélt á Alþingi. Hann hafði gengið í stól forseta í miðri ræðu minni, sem hófst undir öruggri stjórn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og þar sem ég var upptekinn við ræðuhaldið tók ég ekki eftir skiptunum. Vonandi er fall fararheill. En tilefni ræðu minnar var þingsályktunartillaga frá þingmönnum Vinstri grænna. Tillagan gengur út á að Alþingi samþykki að fallið verði frá áformum um Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum og frekari virkjanir í Þjórsá en orðið er. Greinilegt var að Vinstri grænum fannst ekki nægjanlega skýrt kveðið á um þessi mál í stjórnarsáttmálanum. Þar kemur þó fram að friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað þannig að það nái til alls votlendisins sem gerir verin svo einstök. Til að taka af öll tvímæli lagði ég áherslu á að það væri vilji stjórnarflokkanna að ekki yrði ráðist í framkvæmdir við Norðlingaöldu á kjörtímabilinu og minnti á að rammaáætlun um nýtingu og verndun náttúrusvæða yrði lögð fyrir Alþingi fyrir árslok 2009. Hvað varðaði virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þá liggur fyrir að vandfundnir eru virkjanakostir á Íslandi sem hafa minni umhverfisáhrif heldur en þeir sem hér um ræðir. Þeir hafa allir staðist umhverfismat, það þarf ekki að búa til uppistöðulón og framkvæmdirnar eru ekki inni á ósnortnu víðerni Íslands. Það er mín skoðun að ef ekki er hægt að virkja neðri hluta Þjórsár vegna umhverfisáhrifa séum við komin að þeirri niðurstöðu að engar vatnsaflsvirkjanir verði reistar á Íslandi. Ég var því á móti tillögu Vinstri grænna því ég tel að þegar saman er virt, efnahagslegar þarfir okkar og skyldur til að vernda náttúruna, sé réttlætanlegt að reisa þessar virkjanir. Mér er ljóst að mörgum einlægum náttúruverndarsinnanum líkar ekki þessi afstaða mín, en hún hvílir á þeirri skoðun að saman þurfi að fara verndun náttúrunnar og nýting hennar þjóðinni allri til hagsbóta. En ég lagði til í ræðu minni, og beindi því sérstaklega til iðnaðarráðherra, að Alþingi breytti umgjörð þessara mála til þess að ákvarðanataka yrði gegnsærri og markvissari í framtíðinni. Tillögur mínar voru þessar:Þrengja heimild til að beita eignarnámiSamkvæmt núgildandi lögum getur iðnaðarráðherra beitt eignarnámi ef ekki semst á milli landeigenda og viðkomandi orkufyrirtækis. Fer slíkt eignarnám fram í krafti almanna hagsmuna. Ég tel að ekki sé hægt að réttlæta að menn séu þvingaðir til að selja jarðir sínar vegna viðskipta sem tveir aðilar eiga sín á milli.og aftur tugum milljarða króna og þau þurfa að ganga fyrir sig án þess að hægt sé að beita framkvæmdavaldinu til að skerða eignarréttindi manna. Jafnframt lagði ég til að í þeim tilvikum þar sem hægt er að sýna fram á verulega almanna hagsmuni þurfi Alþingi, en ekki iðnaðarráðherra, að beita eignarnámsheimildumEngar ríkisábyrgðir á stóriðjuframkvæmdumEf um er að ræða virkjanaframkvæmdir sem sérstaklega er ráðist í til að afla orku fyrir einn einstakan aðila þá er ekki réttlætanlegt að veita ríkisábyrgðir fyrir þeim. Betra er að um slíkar virkjanir sé stofnað sérstakt félag, með eigin efnahagsreiking, sem þurfi að afla sér lánsfjár á markaði. Að öllu jöfnu lækkar ríkisábyrgð þá ávöxtunarkröfu sem gerð er til framkvæmdarinnar og þar með aukast líkur á því að orkuverðið sem samið er um endurspegli ekki þá áhættu sem tekin er í viðskiptunum. VatnsréttindiEinnig lagði ég til við iðnaðarráðherra að þess væri gætt að vatnsréttindi í eigu ríkissins væru þannig verðlögð að sannvirði þeirra kæmi sem best fram. Þetta er flókið mál, en nauðsynlegt að endanlegt orkuverð endurspegli virði vatnsréttindana. Ef iðnaðarráðherra tekur þessum breytingum jákvætt má vænta þess að hægt sé að breyta því regluverki sem orkufyrirtækin starfa eftir þannig að til bóta sé. Þó það leysi ekki allar deilur, þá má vænta þess að umræðan verði markvissari og gagnlegri en áður um þessi mikilvægu mál.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun