Frækinn sigur á Frökkum 17. júní 2007 06:45 fréttablaðið/daníel Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressaðar í upphafi leiks og voru full fljótar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í markinu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að athafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpunum sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sannarlega uppi heiðri A-landsliða Íslands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressaðar í upphafi leiks og voru full fljótar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í markinu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að athafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpunum sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sannarlega uppi heiðri A-landsliða Íslands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira