Á ferð með afturgöngum 26. júní 2007 08:00 Hvað er eiginlega bak við þessa hurð," spurði ég eitt sinn konu sem var að sýna mér íbúð sem ég hafði í hyggju að kaupa. „O, svo sem ekkert," svaraði konan. Þegar henni hafði tekist að ljúka upp dyrunum með háværu marri blasti ekkert annað við en stigagangur frá undarlegu sjónarhorni og töluverð hæð niður að þrepunum. „Þetta hús var byggt þegar enn tíðkaðist að fólk dæi heima hjá sér. Í þröngum húsakynnum þurfti að gera ráð fyrir að hægt væri að komast út með líkkistu síðar meir," útskýrði konan. Ég keypti ekki íbúðina en frá þessari stundu hef ég þráð að eignast hús með dyrum að eilífðinni. Fólk sem býr við slíkar dyr verður ábyggilega ekki fyrir þeim nöturlegu örlögum að ganga aftur eftir dauðann. Ekki að ég hafi nokkra reynslu af afturgöngum. Almættið og önnur óútskýranleg fyrirbrigði hafa aldrei sýnt mér nokkurn áhuga. Áhugaleysi þess kom glögglega í ljós þegar vinkona mín sem leigði af mér íbúð hafði eitt sinn samband við mig. Hún tók sér fyrst dágóðan tíma í að útskýra að hún væri við hestaheilsu, bæði líkamlega og andlega. Samt sem áður kæmist hún ekki hjá því að nefna það að í íbúðinni færi nokkuð mikið fyrir manni sem greiddi enga leigu og væri síður en svo velkominn. Ég taldi henni trú um að hún hefði misst vitið en fletti sjálf upp í atriðaskrá Íslandssögu Illuga. Fljótlega fann ég magnaða hryllingssögu úr fortíðinni. Sögusviðið var einmitt lítil kjallaraíbúð í götunni minni. Eftirvæntingarsvipurinn á indælu nágrönnunum mínum sem komu rétt eftir að ég flutti inn til að athuga hvernig ég hefði það og ekki síst hvernig andinn í húsakynnunum mínum væri rifjaðist upp fyrir mér. Það rann upp fyrir mér að það sem ég hélt að væri reykvískur náungakærleikur var bara yfirskyn. Raunveruleg ástæða hafði verið löngun í kræsilegar draugasögur, ekki hefði spillt fyrir að hitta móðursjúka konu sem myndi kasta vígðu vatni á hvern þann sem nálgaðist húsið. Þess ber að geta að nágrannar mínir voru hið besta fólk og ánægjulegt að yfirvofandi draugasögur tengdu okkur saman. Vinkonu minni varð heldur ekki meint af enda flutti hún fljótlega út eftir að ókunnugi maðurinn byrjaði að láta á sér kræla. Stokkseyri og Strandir eru eftirlætisstaðir mínir á landinu. Þar hafa sögur úr fortíðinni verið virkjaðar inni í Draugasafni og Galdrasafni. Frásagnirnar þar virka á mig eins og fréttaskeyti af hörmungum liðinna tíma. Helsti kostur sagna frá löngu liðnum tímum, fram yfir samtímasögur, er sá að þær snerta mann ekki með sama hætti vegna fjarlægðar í tíma. Sumarleyfi á að vera áhyggjulaus tími. Því er best að leggja ekki við hlustir þegar fréttatímar dynja yfir. Ekki nema nauðsyn krefji. Betra er að rifja upp góða draugasögu, leita svara við drungalegum örnefnum og minnast þeirra sem landið byggðu. Þannig má smíða dyr inn í eilífðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Hvað er eiginlega bak við þessa hurð," spurði ég eitt sinn konu sem var að sýna mér íbúð sem ég hafði í hyggju að kaupa. „O, svo sem ekkert," svaraði konan. Þegar henni hafði tekist að ljúka upp dyrunum með háværu marri blasti ekkert annað við en stigagangur frá undarlegu sjónarhorni og töluverð hæð niður að þrepunum. „Þetta hús var byggt þegar enn tíðkaðist að fólk dæi heima hjá sér. Í þröngum húsakynnum þurfti að gera ráð fyrir að hægt væri að komast út með líkkistu síðar meir," útskýrði konan. Ég keypti ekki íbúðina en frá þessari stundu hef ég þráð að eignast hús með dyrum að eilífðinni. Fólk sem býr við slíkar dyr verður ábyggilega ekki fyrir þeim nöturlegu örlögum að ganga aftur eftir dauðann. Ekki að ég hafi nokkra reynslu af afturgöngum. Almættið og önnur óútskýranleg fyrirbrigði hafa aldrei sýnt mér nokkurn áhuga. Áhugaleysi þess kom glögglega í ljós þegar vinkona mín sem leigði af mér íbúð hafði eitt sinn samband við mig. Hún tók sér fyrst dágóðan tíma í að útskýra að hún væri við hestaheilsu, bæði líkamlega og andlega. Samt sem áður kæmist hún ekki hjá því að nefna það að í íbúðinni færi nokkuð mikið fyrir manni sem greiddi enga leigu og væri síður en svo velkominn. Ég taldi henni trú um að hún hefði misst vitið en fletti sjálf upp í atriðaskrá Íslandssögu Illuga. Fljótlega fann ég magnaða hryllingssögu úr fortíðinni. Sögusviðið var einmitt lítil kjallaraíbúð í götunni minni. Eftirvæntingarsvipurinn á indælu nágrönnunum mínum sem komu rétt eftir að ég flutti inn til að athuga hvernig ég hefði það og ekki síst hvernig andinn í húsakynnunum mínum væri rifjaðist upp fyrir mér. Það rann upp fyrir mér að það sem ég hélt að væri reykvískur náungakærleikur var bara yfirskyn. Raunveruleg ástæða hafði verið löngun í kræsilegar draugasögur, ekki hefði spillt fyrir að hitta móðursjúka konu sem myndi kasta vígðu vatni á hvern þann sem nálgaðist húsið. Þess ber að geta að nágrannar mínir voru hið besta fólk og ánægjulegt að yfirvofandi draugasögur tengdu okkur saman. Vinkonu minni varð heldur ekki meint af enda flutti hún fljótlega út eftir að ókunnugi maðurinn byrjaði að láta á sér kræla. Stokkseyri og Strandir eru eftirlætisstaðir mínir á landinu. Þar hafa sögur úr fortíðinni verið virkjaðar inni í Draugasafni og Galdrasafni. Frásagnirnar þar virka á mig eins og fréttaskeyti af hörmungum liðinna tíma. Helsti kostur sagna frá löngu liðnum tímum, fram yfir samtímasögur, er sá að þær snerta mann ekki með sama hætti vegna fjarlægðar í tíma. Sumarleyfi á að vera áhyggjulaus tími. Því er best að leggja ekki við hlustir þegar fréttatímar dynja yfir. Ekki nema nauðsyn krefji. Betra er að rifja upp góða draugasögu, leita svara við drungalegum örnefnum og minnast þeirra sem landið byggðu. Þannig má smíða dyr inn í eilífðina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun