Skáldleg söguskoðun 30. júní 2007 03:30 Rithöfundurinn David Mitchell snýr aftur til Japan. Mynd/ Miriam Berkley Random House Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma. Í viðtali við vefútgáfu dagblaðsins The Japan Times ræðir Mitchell um nýju bókina sem ber vinnutitilinn Nagasaki. Mitchell hefur nú snúið aftur til Japan þar sem að ritferill hans hófst. Mitchell segir bókina sögulega skáldsögu þar sem hann leitast við að draga upp hliðstæður milli aðstæðna á japönsku eynni Dejima og lífsins í Hollandi á tímum Napóleons. Mitchell á japanska konu og bjó í Hiroshima í átta ár en Japan var eitt sögusviðanna í bók hans Ghostwritten. Mitchell segir það mest krefjandi verkefni sitt til þessa að skrifa fjölmenningarlega skáldsögu þar sem japönskum og evrópskum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði. Rannsóknir hans hafa leitt hann á ýmsar villigötur en í viðtalinu ræðir hann einnig áhrif skáldskapar á söguskynjun lesenda. Hann segir sína eigin söguskoðun meðal annars komna frá Robert Graves og Dickens en getur þess að á meðan rithöfundar skrifi af einlægni og lesendur muni að þeir séu að upplifa skáldskap sé engin hætta á ferð. Aukinheldur þurfi sagnfræðingar að glíma við hálan afstæðisál þegar þeir rita sínar útgáfur sögunnar. Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma. Í viðtali við vefútgáfu dagblaðsins The Japan Times ræðir Mitchell um nýju bókina sem ber vinnutitilinn Nagasaki. Mitchell hefur nú snúið aftur til Japan þar sem að ritferill hans hófst. Mitchell segir bókina sögulega skáldsögu þar sem hann leitast við að draga upp hliðstæður milli aðstæðna á japönsku eynni Dejima og lífsins í Hollandi á tímum Napóleons. Mitchell á japanska konu og bjó í Hiroshima í átta ár en Japan var eitt sögusviðanna í bók hans Ghostwritten. Mitchell segir það mest krefjandi verkefni sitt til þessa að skrifa fjölmenningarlega skáldsögu þar sem japönskum og evrópskum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði. Rannsóknir hans hafa leitt hann á ýmsar villigötur en í viðtalinu ræðir hann einnig áhrif skáldskapar á söguskynjun lesenda. Hann segir sína eigin söguskoðun meðal annars komna frá Robert Graves og Dickens en getur þess að á meðan rithöfundar skrifi af einlægni og lesendur muni að þeir séu að upplifa skáldskap sé engin hætta á ferð. Aukinheldur þurfi sagnfræðingar að glíma við hálan afstæðisál þegar þeir rita sínar útgáfur sögunnar.
Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira