Ólafur flýgur yfir sveitina á 150 milljóna króna þyrlu 4. júlí 2007 09:45 þyrla Ólafs tekur 6 manns í sæti og er þar með sú stærsta í einkaeigu á landinu. Til hægri sést í innganginn að húsi Ólafs. Lítið ber á húsinu sjálfu enda er það byggt inn í landið. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ólafur, sem alla jafna býr í London, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,” segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.” Ólafur hefur haft einkaflugmannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,” segir Ólafur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samviskusamur í að þjálfa sig”.Ekki allir sáttir Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7-1,8 milljónir Evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinnar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist töluverður hávaði og annað ónæði.„Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófuglinn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,” segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?” Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.” Ólafur segir þessa nágrannadeilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferlum varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.” Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ólafur, sem alla jafna býr í London, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,” segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.” Ólafur hefur haft einkaflugmannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,” segir Ólafur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samviskusamur í að þjálfa sig”.Ekki allir sáttir Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7-1,8 milljónir Evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinnar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist töluverður hávaði og annað ónæði.„Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófuglinn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,” segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?” Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.” Ólafur segir þessa nágrannadeilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferlum varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.”
Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira