Tumi í Skaftafelli 5. júlí 2007 04:15 Einn pollur Tuma á sýningunni. Birt með góðfúslegu leyfi listamannsins Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Sýninguna segir Tumi aðlagaða rýminu í Skaftfelli. Hann er að skoða eðli litarins, flökt hans á hreyfingu og litbrigðin, nema nú hefur hann gætt litinn hljóði: „Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði. Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan og spenningurinn. Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera, kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta gerist í gegnum ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými. Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengjast málverki á einhvern hátt. Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt. Jafnvel 8 millimetra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafnvel þó ég hafi ekki málað á námsárunum. Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlistaraðferð. Efniskennd og pixlar, möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvitað þversögn. Það er samt ein hliðin á verkinu „Pollar" sem ég sýni nú í Skaftfelli. Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á stafrænan, en um leið mjög efnislegan/líkamlegan hátt. Tumi segist hafa unnið með þetta þema í langan tíma: „Pollar" tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979. Það samanstóð af tveimur svarthvítum ljósmyndum sem settar voru upp á gagnstæðum veggjum. Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku. Hin sýndi dropann lenda í mjólkurpolli. Myndavélin, og þar með áhorfandinn, var á milli. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti verksins, og undirstrikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd." Tumi hefur um tveggja ára skeið dvalið í Kaupmannahöfn við kennslu í Konunglegu listaakademíunni þar sem hann veitir forstöðu annarri af tveimur málaradeildum. Hann sýndi síðast hér á landi í Ásmundarsal en átti verk á sýningu í Carlottulundi á liðnu ári. Á sama tíma opnar sýning Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórðarsonar á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfell. Þeir munu einnig fremja tónlistargjörning í Bistrói Skaftfell kl. 17.00. Sýning Tuma verður opin alla daga frá 13.00 til 18. 00 og mun standa til 4. ágúst. Sýningin á Vesturveggnum verður opin á opnunartíma Bistrós Skaftfells og stendur til 18. júlí. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Sýninguna segir Tumi aðlagaða rýminu í Skaftfelli. Hann er að skoða eðli litarins, flökt hans á hreyfingu og litbrigðin, nema nú hefur hann gætt litinn hljóði: „Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði. Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan og spenningurinn. Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera, kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta gerist í gegnum ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými. Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengjast málverki á einhvern hátt. Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt. Jafnvel 8 millimetra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafnvel þó ég hafi ekki málað á námsárunum. Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlistaraðferð. Efniskennd og pixlar, möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvitað þversögn. Það er samt ein hliðin á verkinu „Pollar" sem ég sýni nú í Skaftfelli. Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á stafrænan, en um leið mjög efnislegan/líkamlegan hátt. Tumi segist hafa unnið með þetta þema í langan tíma: „Pollar" tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979. Það samanstóð af tveimur svarthvítum ljósmyndum sem settar voru upp á gagnstæðum veggjum. Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku. Hin sýndi dropann lenda í mjólkurpolli. Myndavélin, og þar með áhorfandinn, var á milli. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti verksins, og undirstrikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd." Tumi hefur um tveggja ára skeið dvalið í Kaupmannahöfn við kennslu í Konunglegu listaakademíunni þar sem hann veitir forstöðu annarri af tveimur málaradeildum. Hann sýndi síðast hér á landi í Ásmundarsal en átti verk á sýningu í Carlottulundi á liðnu ári. Á sama tíma opnar sýning Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórðarsonar á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfell. Þeir munu einnig fremja tónlistargjörning í Bistrói Skaftfell kl. 17.00. Sýning Tuma verður opin alla daga frá 13.00 til 18. 00 og mun standa til 4. ágúst. Sýningin á Vesturveggnum verður opin á opnunartíma Bistrós Skaftfells og stendur til 18. júlí.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira