Það varð ljóst í gær að landsleikur Danmerkur og Íslands fer fram á Parken eftir allt saman. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur mildað dóm sinn í kjölfar leiks Dana og Svía.
Danir þurfa samkvæmt úrskurðinum að leika næstu tvo leiki í 140 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn en upprunalegi úrskurðurinn hljómaði upp á fjóra leiki sem skildu fara fram í 240 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn.