Bréf til Einars Más 13. júlí 2007 06:00 Kæri Einar Már Jónsson! Þar sem þú situr úti í París, hefur þú skrifað bók gegn frjálshyggju, Bréf til Maríu. Þú hefur augljóslega hugsað þér að skrifa nýtt Bréf til Láru. En þú ert enginn Þórbergur. Þótt bók þín sé prýðilega skrifuð, er hún ekki nærri því eins hressileg og pistill meistarans, en íslenskir vinstri menn verða ætíð gramir, þegar ég bendi þeim á, hversu mikið Þórbergur tók þar upp eftir Óskari Wilde. Þú hefur samt margt þarft að segja um „póstmódernista" nútímans og ráðstjórnarvini fyrri ára. Mér er ekki ljóst, hvort póstmódernistar teljast frekar með svikahröppunum, sem ófu klæðið, eða keisaranum, sem bar það keikur, en hitt er víst, að þessi keisari er ekki í neinum fötum. Það er líka sorglegt, hversu lengi franskir og íslenskir sósíalistar vörðu alræðið í sósíalistaríkjunum. Þeir gerðu hróp að þeim, sem sögðu sannleikann, og var átrúnaðargoð þitt, Laxness, þar fremstur í fylkingu.Þú þekkir ekki frjálshyggjuÍ Bréfi þínu til Maríu er átakanleg þversögn. Þú eyðir drjúgum hluta verksins í að kvarta undan íslenskum skattyfirvöldum, sem leikið hafi þig grátt. Ég þekki aðeins þína hlið af bréfinu og get þess vegna ekki dæmt um málið. Hins vegar eru nógu mörg dæmi um tillitsleysi, yfirgang og rangsleitni valdsmanna jafnt í Frakklandi og á Íslandi til þess, að saga þín gæti verið sönn. En sýnir hún þá ekki það, sem við frjálshyggjumenn segjum, að tortryggja ber valdið?Einn stærsti gallinn á bók þinni, Einar Már, er, að þú deilir á kenningu, sem þú hirðir ekki um að kynnast. Þú safnar saman undir heitinu „frjálshyggju" öllum hagstjórnarhugmyndum vestrænna ríkisstjórna síðustu áratugi, jafnvel hinnar frönsku, sem hefur fram að þessu lítt skeytt um frelsi. Evrópusambandið er ekki heldur neitt vígi frjálshyggjumanna: Það leyfir frjáls viðskipti innan Evrópu, en torveldar innflutning til álfunnar. Blekiðjubáknið í Brüssel hefur meiri áhuga á valdi en frelsi.Frjálshyggja sprettur upp úr tveimur hugmyndum. John Locke taldi, að takmarka yrði ríkisvaldið, og Adam Smith benti á, að mannlegt samlíf gæti verið skipulegt án þess að vera skipulagt. Frjálshyggjumenn trúa frekar á viðskipti en valdboð. Ef þú þarft eitthvað frá ókunnugum, Einar Már, þá vilja frjálshyggjumenn, að þú neyðir þá ekki til að láta það af hendi, heldur greiðir það verð fyrir það, sem þið eigandinn komið ykkur saman um. Þú átt að fara fram með verði, ekki sverði.Tortryggjum valdiðÍ Bréfi til Maríu hneykslast þú á bók eftir góðvin minn, Henri Lepage, Demain le capitalisme (Morgundagurinn er kapítalismans), þar sem hann kynnir rannsóknir ýmissa bandarískra hagfræðinga. En þessir hagfræðingar telja ekki, eins og þú heldur, að maðurinn sé sálarlaus reiknivél, heldur, að kostnaður skipti máli. Gary Becker kemst til dæmis að þeirri niðurstöðu, að kynþáttafordómar bitni ekki síður á þeim, sem hefur þá, en hinum, sem verður fyrir þeim.Á frjálsum markaði stendur kynþáttahatarinn ekki vel að vígi gagnvart ötulum keppinaut, sem nýtir sér fordómalaust krafta allra kynþátta. Sam Peltzman sýnir fram á, að strangt lyfjaeftirlit kostar fleiri mannslíf en það bjargar. Ýmist hægir eftirlitið á ferð notadrjúgra lyfja út á markaðinn eða stöðvar hana, þótt vissulega komi það líka í veg fyrir sölu einhverra hættulegra lyfja.Margt er fleira merkilegt í bók Lepages. Hann segir þar til dæmis frá rannsóknum James M. Buchanans, sem spyr, hvers vegna menn ættu að skipta um eðli, þegar þeir hætta viðskiptum og hefja stjórnmál. Ef við treystum því ekki, að bakarinn baki brauð handa okkur af manngæsku, heldur vegna ávinningsvonar, hvers vegna ættum við þá að gera ráð fyrir, að embættismaðurinn láti aðeins stjórnast af almannaheill? Eftir reynslu þína af íslenskum skattheimtumönnum ættirðu að vera sammála Buchanan.Peningar skipta ekki mestu máli Það færi draumlyndum menntamönnum eins og þér, Einar Már, betur að styðja hinn frjálsa markað en hallmæla honum. Þú sýslar við norræn fræði úti í París, en í Bangladess værir þú löngu fallinn úr hor. Þú skrifar ádeilurit, og í sósíalistaríkjunum sálugu hefðir þú umsvifalaust verið sendur í vinnubúðir. Þú hefur vissulega ekki eins há laun og ýmsir kaupahéðnar, en peningar skipta hvort sem er ekki mestu máli í lífinu, eins og þú tekur einmitt oft fram í Bréfi til Maríu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Kæri Einar Már Jónsson! Þar sem þú situr úti í París, hefur þú skrifað bók gegn frjálshyggju, Bréf til Maríu. Þú hefur augljóslega hugsað þér að skrifa nýtt Bréf til Láru. En þú ert enginn Þórbergur. Þótt bók þín sé prýðilega skrifuð, er hún ekki nærri því eins hressileg og pistill meistarans, en íslenskir vinstri menn verða ætíð gramir, þegar ég bendi þeim á, hversu mikið Þórbergur tók þar upp eftir Óskari Wilde. Þú hefur samt margt þarft að segja um „póstmódernista" nútímans og ráðstjórnarvini fyrri ára. Mér er ekki ljóst, hvort póstmódernistar teljast frekar með svikahröppunum, sem ófu klæðið, eða keisaranum, sem bar það keikur, en hitt er víst, að þessi keisari er ekki í neinum fötum. Það er líka sorglegt, hversu lengi franskir og íslenskir sósíalistar vörðu alræðið í sósíalistaríkjunum. Þeir gerðu hróp að þeim, sem sögðu sannleikann, og var átrúnaðargoð þitt, Laxness, þar fremstur í fylkingu.Þú þekkir ekki frjálshyggjuÍ Bréfi þínu til Maríu er átakanleg þversögn. Þú eyðir drjúgum hluta verksins í að kvarta undan íslenskum skattyfirvöldum, sem leikið hafi þig grátt. Ég þekki aðeins þína hlið af bréfinu og get þess vegna ekki dæmt um málið. Hins vegar eru nógu mörg dæmi um tillitsleysi, yfirgang og rangsleitni valdsmanna jafnt í Frakklandi og á Íslandi til þess, að saga þín gæti verið sönn. En sýnir hún þá ekki það, sem við frjálshyggjumenn segjum, að tortryggja ber valdið?Einn stærsti gallinn á bók þinni, Einar Már, er, að þú deilir á kenningu, sem þú hirðir ekki um að kynnast. Þú safnar saman undir heitinu „frjálshyggju" öllum hagstjórnarhugmyndum vestrænna ríkisstjórna síðustu áratugi, jafnvel hinnar frönsku, sem hefur fram að þessu lítt skeytt um frelsi. Evrópusambandið er ekki heldur neitt vígi frjálshyggjumanna: Það leyfir frjáls viðskipti innan Evrópu, en torveldar innflutning til álfunnar. Blekiðjubáknið í Brüssel hefur meiri áhuga á valdi en frelsi.Frjálshyggja sprettur upp úr tveimur hugmyndum. John Locke taldi, að takmarka yrði ríkisvaldið, og Adam Smith benti á, að mannlegt samlíf gæti verið skipulegt án þess að vera skipulagt. Frjálshyggjumenn trúa frekar á viðskipti en valdboð. Ef þú þarft eitthvað frá ókunnugum, Einar Már, þá vilja frjálshyggjumenn, að þú neyðir þá ekki til að láta það af hendi, heldur greiðir það verð fyrir það, sem þið eigandinn komið ykkur saman um. Þú átt að fara fram með verði, ekki sverði.Tortryggjum valdiðÍ Bréfi til Maríu hneykslast þú á bók eftir góðvin minn, Henri Lepage, Demain le capitalisme (Morgundagurinn er kapítalismans), þar sem hann kynnir rannsóknir ýmissa bandarískra hagfræðinga. En þessir hagfræðingar telja ekki, eins og þú heldur, að maðurinn sé sálarlaus reiknivél, heldur, að kostnaður skipti máli. Gary Becker kemst til dæmis að þeirri niðurstöðu, að kynþáttafordómar bitni ekki síður á þeim, sem hefur þá, en hinum, sem verður fyrir þeim.Á frjálsum markaði stendur kynþáttahatarinn ekki vel að vígi gagnvart ötulum keppinaut, sem nýtir sér fordómalaust krafta allra kynþátta. Sam Peltzman sýnir fram á, að strangt lyfjaeftirlit kostar fleiri mannslíf en það bjargar. Ýmist hægir eftirlitið á ferð notadrjúgra lyfja út á markaðinn eða stöðvar hana, þótt vissulega komi það líka í veg fyrir sölu einhverra hættulegra lyfja.Margt er fleira merkilegt í bók Lepages. Hann segir þar til dæmis frá rannsóknum James M. Buchanans, sem spyr, hvers vegna menn ættu að skipta um eðli, þegar þeir hætta viðskiptum og hefja stjórnmál. Ef við treystum því ekki, að bakarinn baki brauð handa okkur af manngæsku, heldur vegna ávinningsvonar, hvers vegna ættum við þá að gera ráð fyrir, að embættismaðurinn láti aðeins stjórnast af almannaheill? Eftir reynslu þína af íslenskum skattheimtumönnum ættirðu að vera sammála Buchanan.Peningar skipta ekki mestu máli Það færi draumlyndum menntamönnum eins og þér, Einar Már, betur að styðja hinn frjálsa markað en hallmæla honum. Þú sýslar við norræn fræði úti í París, en í Bangladess værir þú löngu fallinn úr hor. Þú skrifar ádeilurit, og í sósíalistaríkjunum sálugu hefðir þú umsvifalaust verið sendur í vinnubúðir. Þú hefur vissulega ekki eins há laun og ýmsir kaupahéðnar, en peningar skipta hvort sem er ekki mestu máli í lífinu, eins og þú tekur einmitt oft fram í Bréfi til Maríu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun