Cruise tekur upp í Þýskalandi 21. júlí 2007 05:45 Tom Cruise við tökur á nýjustu mynd sinni, Valkyrie. nordicphotos/afp Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín. Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum. Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“ Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín. Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum. Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“
Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein