Fyrsta tónleikaferðin í tíu ár 22. júlí 2007 03:30 Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit sinni sem er á leið í tónleikaferð um landið. Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fer í tveggja vikna tónleikaferð um Ísland hinn 28. júlí ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð dönskum og íslenskum tónlistarmönnum. Með í för verður danska hljómsveitin Jazirkus. „Við erum búnir að æfa á fullu og þetta er að smella gríðarvel saman,“ segir Jónas, sem er búsettur í Danmörku þar sem hann starfar sem forritari hjá Microsoft. „Það er svolítið flókið dæmi að koma mönnum saman í svona lagað og maður gerir þetta ekki fyrir efnahagslegan ávinning. En þetta verður mjög spennandi og ég hlakka mikið til.“ Í hljómsveitinni verða meðal annars tveir trommuleikarar og blásarar og má því búast við mikilli stemningu á tónleikaferðinni.Öðruvísi en áðurJónas gaf fyrir síðustu jól út sína fyrstu sólóplötu, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, sem fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Hefur hann ekki spilað hérlendis síðan hann hélt útgáfutónleika fyrir jól og því er spenningurinn orðinn mikill að kynna plötuna betur. Þetta verður jafnframt fyrsta tónleikaferð Jónasar um landið síðan hann var í hljómsveitinni Sólstrandagæjarnir fyrir um það bil tíu árum. „Þetta verður allt öðruvísi. Það er rosalegur munur frá þeim tíma enda erum við með konur og börn og hlutirnir á allt öðrum nótum,“ segir hann. Umslagið tilbúiðJónas er þegar búinn að hanna umslagið á næstu plötu sína þrátt fyrir að lögin séu ekki næstum því tilbúin. „Ég er að vinna nýtt efni og þetta er að malla svolítið hjá mér. Ég er þegar kominn með konseptið að næstu plötu en þetta er allt saman spurning um tíma og peninga.“ Þrjú lög ókeypis Í tilefni tónleikaferðarinnar verður hægt að sækja þrjú af lögum Jónasar frítt af heimasíðunnni www.jonassigurdsson.com. Einnig verður hægt að fylgjast með túrnum á heimasíðunni. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fer í tveggja vikna tónleikaferð um Ísland hinn 28. júlí ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð dönskum og íslenskum tónlistarmönnum. Með í för verður danska hljómsveitin Jazirkus. „Við erum búnir að æfa á fullu og þetta er að smella gríðarvel saman,“ segir Jónas, sem er búsettur í Danmörku þar sem hann starfar sem forritari hjá Microsoft. „Það er svolítið flókið dæmi að koma mönnum saman í svona lagað og maður gerir þetta ekki fyrir efnahagslegan ávinning. En þetta verður mjög spennandi og ég hlakka mikið til.“ Í hljómsveitinni verða meðal annars tveir trommuleikarar og blásarar og má því búast við mikilli stemningu á tónleikaferðinni.Öðruvísi en áðurJónas gaf fyrir síðustu jól út sína fyrstu sólóplötu, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, sem fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Hefur hann ekki spilað hérlendis síðan hann hélt útgáfutónleika fyrir jól og því er spenningurinn orðinn mikill að kynna plötuna betur. Þetta verður jafnframt fyrsta tónleikaferð Jónasar um landið síðan hann var í hljómsveitinni Sólstrandagæjarnir fyrir um það bil tíu árum. „Þetta verður allt öðruvísi. Það er rosalegur munur frá þeim tíma enda erum við með konur og börn og hlutirnir á allt öðrum nótum,“ segir hann. Umslagið tilbúiðJónas er þegar búinn að hanna umslagið á næstu plötu sína þrátt fyrir að lögin séu ekki næstum því tilbúin. „Ég er að vinna nýtt efni og þetta er að malla svolítið hjá mér. Ég er þegar kominn með konseptið að næstu plötu en þetta er allt saman spurning um tíma og peninga.“ Þrjú lög ókeypis Í tilefni tónleikaferðarinnar verður hægt að sækja þrjú af lögum Jónasar frítt af heimasíðunnni www.jonassigurdsson.com. Einnig verður hægt að fylgjast með túrnum á heimasíðunni.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp