Já, já; nei, nei. 14. ágúst 2007 05:45 Smám saman berast fréttir af viðbrögðum sjávarútvegsfyrirtækja í kjölfar þorskverndunarinnar. Stærri fyrirtæki hafa um margt meira svigrúm til innbyrðis hagræðingar en þau minni. Þar koma vel í ljós kostir þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað liðna tvo áratugi. Engum sem fylgist með gat því komið á óvart þegar stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Reykjavík gerði opinberlega grein fyrir hagræðingaráformum sínum. Viðbrögð þeirra sem fara með forystu Faxaflóahafna eru um margt athygliverð; aukheldur að þeim einum komu ráðagerðirnar í opna skjöldu. En af þessu tilefni hafa stjórnendur Faxaflóahafna ítrekað fyrri stefnu um uppbyggingu nýrrar hafnaraðstöðu til löndunar á fiski, áformum um að úthluta nýjum lóðum til fiskvinnslustöðva, viðræðum um að draga sjávarútvegsfyrirtæki utan af landsbyggðinni til Faxaflóahafna og kallað eftir penignum úr ríkissjóði til að geta gert áformin að veruleika. Almennt má segja að slík áformalýsing sé í góðu samræmi við hefðbundin viðbrögð kappsfullra sveitarstjórnarmanna. En við fyrstu sýn virðist hún á hinn veginn skjóta skökku við ræðu formanns stjórnar Faxaflóahafna sem hann flutti í nafni þeirrar stöðu sinnar á sjómannadaginn fyrr í sumar. Þó er ekki öldungis víst að svo sé. Í sjómannadagsræðunni var boðskapurinn allt annar. Formaðurinn minnti þar á að nýir tímar væru gengnir í garð og lagði beinlínis til að fiskistofnarnir yrðu framvegis nýttir til að skjóta sterkari stoðum undir byggðir sem standa höllum fæti í landinu. Á þessum vettvangi var vel tekið í þá frumhugmynd sem þarna var lýst. Faxaflóahafnir geta einfaldlega upp á eigin spýtur lagt slíkri þróun lið með því að takmarka löndun á fiski og stöðva framboð á lóðum fyrir fiskvinnslu.Með því móti mætti í verki gefa veikari byggðum forgang að nýtingu fiskistofnanna í atvinnuskyni. Nú nokkrum vikum seinna upplýsir formaður stjórnar Faxaflóahafna að hann eigi í viðræðum um að draga fikvinnslu til Reykjavíkur. Dæminu hefur alveg verið snúið við. Faxaflóahafnir ætla beinlínis að nýta sér efnahagslega yfirburði til þess að veikja landsbyggðina enn meir. Formaðurinn lítur ekki svo á að í þessu felist þversögn og því síður stefnubreyting. Málið sé einfaldlega þannig vaxið að stjórnmálamenn þurfi að greina á milli hagsmuna þeirra fyrirtækja sem þeir vinna fyrir og hugsjóna sinna. Hér verður einlægt og snoturt hjartalag að baki slíkum orðum ekki dregið í efa fremur en í sjómannadagsræðunni. Í bók bókanna er þessi taxti: „En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei." Lýðurinn nam þessi orð þegar spámaðurinn talaði til hans ofan af fjallinu. Þau hafa staðið í tvær þúsaldir án þess að tilraun hafi verið gerð til að hnekkja einföldum og skýrum boðskap þeirra. Þegar nú er talað ofan úr hásæti Faxaflóahafna er komið öfugt formerki á boðskapinn: Já skal ýmist vera já eða nei og nei ýmist nei eða já eftir þeim atvikum sem sá einn er í hásætinu situr hefur öðlast vit og þroska til að greina á milli. Þetta er allt skýrt. Vandinn snýr einungis að lýðnum. Hann er ekki í sömu aðstöðu og formaðurinn til að vita hvort ræða dagsins er hugsjón eða hagsmunir. Sú vitrun hins nýja tíma hefur ekki hlotnast öllum lýðnum. Mörgum finnst því enn að ábyrgð skuli fylgja orðum: já sé já og nei sé nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Smám saman berast fréttir af viðbrögðum sjávarútvegsfyrirtækja í kjölfar þorskverndunarinnar. Stærri fyrirtæki hafa um margt meira svigrúm til innbyrðis hagræðingar en þau minni. Þar koma vel í ljós kostir þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað liðna tvo áratugi. Engum sem fylgist með gat því komið á óvart þegar stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Reykjavík gerði opinberlega grein fyrir hagræðingaráformum sínum. Viðbrögð þeirra sem fara með forystu Faxaflóahafna eru um margt athygliverð; aukheldur að þeim einum komu ráðagerðirnar í opna skjöldu. En af þessu tilefni hafa stjórnendur Faxaflóahafna ítrekað fyrri stefnu um uppbyggingu nýrrar hafnaraðstöðu til löndunar á fiski, áformum um að úthluta nýjum lóðum til fiskvinnslustöðva, viðræðum um að draga sjávarútvegsfyrirtæki utan af landsbyggðinni til Faxaflóahafna og kallað eftir penignum úr ríkissjóði til að geta gert áformin að veruleika. Almennt má segja að slík áformalýsing sé í góðu samræmi við hefðbundin viðbrögð kappsfullra sveitarstjórnarmanna. En við fyrstu sýn virðist hún á hinn veginn skjóta skökku við ræðu formanns stjórnar Faxaflóahafna sem hann flutti í nafni þeirrar stöðu sinnar á sjómannadaginn fyrr í sumar. Þó er ekki öldungis víst að svo sé. Í sjómannadagsræðunni var boðskapurinn allt annar. Formaðurinn minnti þar á að nýir tímar væru gengnir í garð og lagði beinlínis til að fiskistofnarnir yrðu framvegis nýttir til að skjóta sterkari stoðum undir byggðir sem standa höllum fæti í landinu. Á þessum vettvangi var vel tekið í þá frumhugmynd sem þarna var lýst. Faxaflóahafnir geta einfaldlega upp á eigin spýtur lagt slíkri þróun lið með því að takmarka löndun á fiski og stöðva framboð á lóðum fyrir fiskvinnslu.Með því móti mætti í verki gefa veikari byggðum forgang að nýtingu fiskistofnanna í atvinnuskyni. Nú nokkrum vikum seinna upplýsir formaður stjórnar Faxaflóahafna að hann eigi í viðræðum um að draga fikvinnslu til Reykjavíkur. Dæminu hefur alveg verið snúið við. Faxaflóahafnir ætla beinlínis að nýta sér efnahagslega yfirburði til þess að veikja landsbyggðina enn meir. Formaðurinn lítur ekki svo á að í þessu felist þversögn og því síður stefnubreyting. Málið sé einfaldlega þannig vaxið að stjórnmálamenn þurfi að greina á milli hagsmuna þeirra fyrirtækja sem þeir vinna fyrir og hugsjóna sinna. Hér verður einlægt og snoturt hjartalag að baki slíkum orðum ekki dregið í efa fremur en í sjómannadagsræðunni. Í bók bókanna er þessi taxti: „En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei." Lýðurinn nam þessi orð þegar spámaðurinn talaði til hans ofan af fjallinu. Þau hafa staðið í tvær þúsaldir án þess að tilraun hafi verið gerð til að hnekkja einföldum og skýrum boðskap þeirra. Þegar nú er talað ofan úr hásæti Faxaflóahafna er komið öfugt formerki á boðskapinn: Já skal ýmist vera já eða nei og nei ýmist nei eða já eftir þeim atvikum sem sá einn er í hásætinu situr hefur öðlast vit og þroska til að greina á milli. Þetta er allt skýrt. Vandinn snýr einungis að lýðnum. Hann er ekki í sömu aðstöðu og formaðurinn til að vita hvort ræða dagsins er hugsjón eða hagsmunir. Sú vitrun hins nýja tíma hefur ekki hlotnast öllum lýðnum. Mörgum finnst því enn að ábyrgð skuli fylgja orðum: já sé já og nei sé nei.