Stuttmyndir á 48 tímum 3. september 2007 09:30 Sylvain Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem ætlar að fá Íslendinga til að gera hraðstuttmyndir í tengslum við kvikmyndahátíðina í haust. Allir þeir sem hafa dreymt um að gera stuttmynd en aldrei látið drauminn rætast geta tekið þátt í kabarettnum Gretti á kvikmyndahátíð. Grettir snýst um að hver sem er getur komið og tekið þátt í kabarettnum og gert stuttmynd á 48 tímum og fengið hana svo sýnda daginn eftir. „Við erum að leita að fólki sem vill gera stuttmyndir. Leikstjórum, leikurum, tónlistarfólki, klippurum, ljósafólki, bökurum, skóurum, bara hverjum sem er sem langar að taka þátt í að gera stuttmyndir,“ segir Sylvain Lavigne sem stendur fyrir Gretti kabarett í tengslum við RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina. Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður. Kabarettinn er sprottinn upp frá kanadísku verkefni sem kallast Kino Kabarett. Verkefnið snýst um að fá fólk til að gera stuttmyndir frá grunni á 48 klukkutímum sem eru svo sýndar daginn eftir að þær eru tilbúnar. Síðustu ár hefur þetta verið gert í tengslum við kvikmyndahátíðir víða um heim. Hér verður þetta gert í tengslum við RIFF og ákveðnir hafa verið þrír sýningardagar þar sem afraksturinn verður sýndur. „Allir mega taka þátt í þessu, fólk þarf ekkert að hafa komið nálægt kvikmyndagerð áður. Myndirnar mega vera hvernig sem er um hvað sem er. Ég hef sjálfur tekið þátt í svona kabarett i Berlín, Manchester og víðar og það hefur alltaf verið mjög gaman. Myndirnar sem verða til eru oft mjög flottar,“ segir Lavigne. Þá sem langar að taka þátt í kabarettnum án þess að gera stuttmynd geta hýst þátttakendur. „Hluti af skemmtuninni við þetta er að fá að gista hjá einhverjum sem býr í borginni. Þannig kynnist maður fólki sem maður hefði annars ekki kynnst og upplifir borgina allt öðruvísi en túristi.“ Þeir sem vilja vera með skrá sig í bækistöðvum kabarettsins þegar kvikmyndahátíðin byrjar. Nánar verður tilkynnt síðar hvar bækistöðvarnar verða. Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Allir þeir sem hafa dreymt um að gera stuttmynd en aldrei látið drauminn rætast geta tekið þátt í kabarettnum Gretti á kvikmyndahátíð. Grettir snýst um að hver sem er getur komið og tekið þátt í kabarettnum og gert stuttmynd á 48 tímum og fengið hana svo sýnda daginn eftir. „Við erum að leita að fólki sem vill gera stuttmyndir. Leikstjórum, leikurum, tónlistarfólki, klippurum, ljósafólki, bökurum, skóurum, bara hverjum sem er sem langar að taka þátt í að gera stuttmyndir,“ segir Sylvain Lavigne sem stendur fyrir Gretti kabarett í tengslum við RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina. Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður. Kabarettinn er sprottinn upp frá kanadísku verkefni sem kallast Kino Kabarett. Verkefnið snýst um að fá fólk til að gera stuttmyndir frá grunni á 48 klukkutímum sem eru svo sýndar daginn eftir að þær eru tilbúnar. Síðustu ár hefur þetta verið gert í tengslum við kvikmyndahátíðir víða um heim. Hér verður þetta gert í tengslum við RIFF og ákveðnir hafa verið þrír sýningardagar þar sem afraksturinn verður sýndur. „Allir mega taka þátt í þessu, fólk þarf ekkert að hafa komið nálægt kvikmyndagerð áður. Myndirnar mega vera hvernig sem er um hvað sem er. Ég hef sjálfur tekið þátt í svona kabarett i Berlín, Manchester og víðar og það hefur alltaf verið mjög gaman. Myndirnar sem verða til eru oft mjög flottar,“ segir Lavigne. Þá sem langar að taka þátt í kabarettnum án þess að gera stuttmynd geta hýst þátttakendur. „Hluti af skemmtuninni við þetta er að fá að gista hjá einhverjum sem býr í borginni. Þannig kynnist maður fólki sem maður hefði annars ekki kynnst og upplifir borgina allt öðruvísi en túristi.“ Þeir sem vilja vera með skrá sig í bækistöðvum kabarettsins þegar kvikmyndahátíðin byrjar. Nánar verður tilkynnt síðar hvar bækistöðvarnar verða.
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein