Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir 5. september 2007 00:01 Helgi Már Þórðarson Starfsmannastjóri CCP MYND/Valli „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent