Ég er frjálsborinn Íslendingur Þráinn Bertelsson skrifar 10. september 2007 05:30 Í vísindaskáldsögum og kvikmyndum er það alþekkt þema að vélmenni með margfalda mannlega krafta snúast gegn skapara sínum, mannkyninu - og enginn nema Bruce Willis getur bjargað framtíð okkar á jörðu. Í VERULEIKANUM eru það ekki vélmenni heldur óáþreifanlegar verur, hvorki lifandi né dauðar, sem hafa snúist gegn mannkyninu. Þessar verur sitja yfir hlut fólks, skammta því lífskjör, frelsi, ákveða smekk þess og ráða yfir fræðslu og afþreyingu. SKUGGAVERUR þessar kallast fyrirtæki og þau grimmustu heita BANK, GROUP, HOLDING eða CAPITAL. Eitthvað höfum við reynt að skapa lagalegt umhverfi til að hafa hemil á þessum tröllauknu tilberum sem sjúga úr okkur alla nyt. En hvernig á að setja lög um nýja tegund af ómennskum risum? Stóru fyrirtækin drepa þau litlu sér til matar. Það er frjáls samkeppni. Þessum skuggaverum er ekkert heilagt. Þau óttast hvorki guð né menn og sýna það með því að nota guðlast í auglýsingaskyni til að hreykja sér. Það hneykslar mig ekki en ég óttast risafyrirtæki sem eru jafnheimsk og þau eru voldug. Þessir ómennsku risar hafa ekki kosningarétt en þeir hafa það vald sem peningum fylgir - vald sem er mun sterkara en kosningaréttur einstaklinga. FYRIRTÆKI borga miklu lægri skatta en manneskjur. Einyrkjar þurfa að breyta sér í fyrirtæki til að komast undan skattpínd sem er talin mátuleg fyrir fólk sem lifir á vinnuframlagi sínu. Það er bæði löglaust og svívirðilegt ranglæti. MÉR blöskrar umhyggjuleysi stjórnmálamanna fyrir þjóð sinni. Hvernig væri að slaka aðeins á í þeim metnaði að kaupa íslenskum embættismönnum háar stöður á alþjóðavettvangi og líta sér nær, hugsanlega með því að huga að stöðu litla mannsins, manneskjunnar sem fjórða hvert ár er kölluð kjósandi? Hvernig væri að kjósendur nytu sömu velvildar stjórnvalda og fyrirtækin gera? Hvernig væri að hvíla sig á umræðunni um evru eða krónu fram að jólum og taka smá umræðu um hvers konar samfélag okkur manneskjurnar langar að móta? Ég er frjálsborinn Íslendingur og hef engan áhuga á að vera þræll eins eða neins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Í vísindaskáldsögum og kvikmyndum er það alþekkt þema að vélmenni með margfalda mannlega krafta snúast gegn skapara sínum, mannkyninu - og enginn nema Bruce Willis getur bjargað framtíð okkar á jörðu. Í VERULEIKANUM eru það ekki vélmenni heldur óáþreifanlegar verur, hvorki lifandi né dauðar, sem hafa snúist gegn mannkyninu. Þessar verur sitja yfir hlut fólks, skammta því lífskjör, frelsi, ákveða smekk þess og ráða yfir fræðslu og afþreyingu. SKUGGAVERUR þessar kallast fyrirtæki og þau grimmustu heita BANK, GROUP, HOLDING eða CAPITAL. Eitthvað höfum við reynt að skapa lagalegt umhverfi til að hafa hemil á þessum tröllauknu tilberum sem sjúga úr okkur alla nyt. En hvernig á að setja lög um nýja tegund af ómennskum risum? Stóru fyrirtækin drepa þau litlu sér til matar. Það er frjáls samkeppni. Þessum skuggaverum er ekkert heilagt. Þau óttast hvorki guð né menn og sýna það með því að nota guðlast í auglýsingaskyni til að hreykja sér. Það hneykslar mig ekki en ég óttast risafyrirtæki sem eru jafnheimsk og þau eru voldug. Þessir ómennsku risar hafa ekki kosningarétt en þeir hafa það vald sem peningum fylgir - vald sem er mun sterkara en kosningaréttur einstaklinga. FYRIRTÆKI borga miklu lægri skatta en manneskjur. Einyrkjar þurfa að breyta sér í fyrirtæki til að komast undan skattpínd sem er talin mátuleg fyrir fólk sem lifir á vinnuframlagi sínu. Það er bæði löglaust og svívirðilegt ranglæti. MÉR blöskrar umhyggjuleysi stjórnmálamanna fyrir þjóð sinni. Hvernig væri að slaka aðeins á í þeim metnaði að kaupa íslenskum embættismönnum háar stöður á alþjóðavettvangi og líta sér nær, hugsanlega með því að huga að stöðu litla mannsins, manneskjunnar sem fjórða hvert ár er kölluð kjósandi? Hvernig væri að kjósendur nytu sömu velvildar stjórnvalda og fyrirtækin gera? Hvernig væri að hvíla sig á umræðunni um evru eða krónu fram að jólum og taka smá umræðu um hvers konar samfélag okkur manneskjurnar langar að móta? Ég er frjálsborinn Íslendingur og hef engan áhuga á að vera þræll eins eða neins.