Stór markmið hjá Straumi 12. september 2007 00:01 Níutíu dögum Williams Fall undir feldi er lokið. Hann kynnti framtíðarsýn bankans á blaðamannafundi á mánudag. MYND/Rósa Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til. Héðan og þaðan Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til.
Héðan og þaðan Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira