Miðbæjar-vandinn 20. september 2007 05:30 Hvað er að þessu liði? Slagandi um helgi eftir helgi, mígandi utan í veggi, slefandi fullt og ógeðslegt í örvæntingarfullri leit að einhverju til að dempa depurðina og einhverjum til að fjölga sér með. Getur þetta lið ekki hist í iðnaðarhverfum svo Egill Helgason og Þráinn Bertelsson geti hlaupið á náttbuxunum eftir baguette kl. 8 á laugardagsmorgni án þess að stíga í ælu eða fá einn gúmoren hjá vitstola ofbeldishnakka? Á meðan áfengi er ekki bara leyft heldur líka selt af ríkinu verður einhvers staðar að vera hægt að drekka það. Eða er kannski einhver byrjaður að tala um áfengisbann í hinni miklu miðbæjarmóðursýkisumræðu sem nú fer fram? Reyndar væri mér alveg sama þótt mér væri bannað að finna á mér - áfengisvíma er eitthvað svo aumingjalegt ástand og Pálmi Gunnarsson hafði alveg rétt fyrir sér þarna um árið - en verður maður ekki að hugsa um heildina? Fjölmörgum er fró í því að hrynja íða, enda ekki furða þar sem lífið á skerinu snýst um að þræla myrkranna á milli til að hafa efni á að láta öll gráðugu einokunarfyrirtækin á landinu taka sig í bakaríið. Er nema von að Íslendingar séu drykkjusjúkir? Grænlendingar hvað? Sjálfur er ég sem betur fer sloppinn, en þarna slarkaði ég áratugum saman, mígandi í sund, brjótandi flöskur, dettandi á svellbunkum, rífandi kjaft og verandi sá fulli hálfviti sem áfengisframleiðendur minnast aldrei á í auglýsingunum sínum. Ég lagði reyndar aldrei hendur á neinn, enda ekki algjör hálfviti, og slapp við að vera barinn, sem er heppni. Ef borðalagður Stefán Eiríksson hefði leitt mig niðrá stöð og sektað um tíu þúsund kall fyrir að míga á rúðuna í Dressmann hefði ég orðið brjálaður, en sennilega aldrei migið á rúðu aftur. Nóg að láta skemma fyrir sér kvöldið einu sinni. Stærsti miðbæjarvandinn er sá að allir - og þá meina ég nákvæmlega allir - sætta sig bara ekki við að vera heima hjá sér að horfa á fjölskyldumyndina á RÚV. Það verður aldrei. Og áfengisvíma mun lengi þykja eftirsóknarverð. Miðbæjarvandinn er því kominn til að vera. Tja, nema risastóru verslunarmiðstöðinni sem nú er verið að reisa á leiðinni til Mosfellsbæjar verði breytt í stærsta skemmtistað í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun
Hvað er að þessu liði? Slagandi um helgi eftir helgi, mígandi utan í veggi, slefandi fullt og ógeðslegt í örvæntingarfullri leit að einhverju til að dempa depurðina og einhverjum til að fjölga sér með. Getur þetta lið ekki hist í iðnaðarhverfum svo Egill Helgason og Þráinn Bertelsson geti hlaupið á náttbuxunum eftir baguette kl. 8 á laugardagsmorgni án þess að stíga í ælu eða fá einn gúmoren hjá vitstola ofbeldishnakka? Á meðan áfengi er ekki bara leyft heldur líka selt af ríkinu verður einhvers staðar að vera hægt að drekka það. Eða er kannski einhver byrjaður að tala um áfengisbann í hinni miklu miðbæjarmóðursýkisumræðu sem nú fer fram? Reyndar væri mér alveg sama þótt mér væri bannað að finna á mér - áfengisvíma er eitthvað svo aumingjalegt ástand og Pálmi Gunnarsson hafði alveg rétt fyrir sér þarna um árið - en verður maður ekki að hugsa um heildina? Fjölmörgum er fró í því að hrynja íða, enda ekki furða þar sem lífið á skerinu snýst um að þræla myrkranna á milli til að hafa efni á að láta öll gráðugu einokunarfyrirtækin á landinu taka sig í bakaríið. Er nema von að Íslendingar séu drykkjusjúkir? Grænlendingar hvað? Sjálfur er ég sem betur fer sloppinn, en þarna slarkaði ég áratugum saman, mígandi í sund, brjótandi flöskur, dettandi á svellbunkum, rífandi kjaft og verandi sá fulli hálfviti sem áfengisframleiðendur minnast aldrei á í auglýsingunum sínum. Ég lagði reyndar aldrei hendur á neinn, enda ekki algjör hálfviti, og slapp við að vera barinn, sem er heppni. Ef borðalagður Stefán Eiríksson hefði leitt mig niðrá stöð og sektað um tíu þúsund kall fyrir að míga á rúðuna í Dressmann hefði ég orðið brjálaður, en sennilega aldrei migið á rúðu aftur. Nóg að láta skemma fyrir sér kvöldið einu sinni. Stærsti miðbæjarvandinn er sá að allir - og þá meina ég nákvæmlega allir - sætta sig bara ekki við að vera heima hjá sér að horfa á fjölskyldumyndina á RÚV. Það verður aldrei. Og áfengisvíma mun lengi þykja eftirsóknarverð. Miðbæjarvandinn er því kominn til að vera. Tja, nema risastóru verslunarmiðstöðinni sem nú er verið að reisa á leiðinni til Mosfellsbæjar verði breytt í stærsta skemmtistað í heimi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun