Alvöru útrás Dr. Gunni skrifar 18. október 2007 13:50 Frá því fyrsta nútímahljómsveit Íslands, Hljómar, kom fram hafa metnaðarfullar hljómsveitir átt í ástar/haturssambandi við klakann. Hér er fæðingardeildin og heimavöllurinn, en Ísland er örmarkaður sem hljómsveitir klára á fyrsta æviskeiði sínu. Ekkert kálar góðri hljómsveit eins hratt og örugglega og að hanga hér í fámenninu spilandi endalaust fyrir sama fólkið. Því hafa popparar verið með meikið á bakvið eyrað frá fyrstu tíð. Hljómar breyttu sér í Thor's Hammer en urðu því miður ekki heimsfrægir. Þrátt fyrir stórglæsilega hljómsveitarbúninga gerðist ekkert hjá Change. Mezzoforte braut ísinn með Garðveislunni en það var ekki fyrr en Björk og Sigur Rós ráku upp sitt hreinskilna gól að boltinn fór að rúlla. Ísland, sem einu sinni var ekkert í eyrum umheimsins, er nú þekkt sem uppspretta ótrúlegrar tónlistar. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Opinberir sjóðir hafa lokist upp og það er sem betur fer af sem áður var þegar til dæmis Sykurmolarnir þvældust á milli ráðuneyta án þess að fá krónu í styrk þegar þeim var boðið að hita upp fyrir U2. Í hverju einasta viðtali eru böndin spurð um Ísland; landið, veðrið, álfana. Hvernig hefur náttúran áhrif á tónlist ykkar, spyrja blaðamenn, og síðan: Hvernig stendur á öllum þessum fjölda frábærra hljómsveita frá svona litlu landi? Böndin stama eitthvað en hafa í raun ekkert svar, bara: „Svona er að vera Íslendingur, skill jú?" Meikið er gegndarlaust hark og taumlaust rugl. Tíu tíma flugferð til að spila fyrir fimmtíu manns í horni þar sem pool-borðið á að vera í holu í Montréal. Þessir fimmtíu vilja miklu frekar spila pool en hlusta á náttúrubörnin rokka. Mánaðarlangur túr um skítakamrapöbba, allir fúlir og svekktir í rútunni, timbraðir og þreyttir. Koma svo heim, reyna að láta þetta líta vel út í viðtölum og langar ekkert meira en að komast aftur á túr. Iceland Airwaves byrjaði í gær og stendur fram á mánudagsmorgun. Þetta er frábærasti tónmenningaratburður ársins, hin eina sanna uppskeruhátíð tónlistarbransans. Hér sameinast íslenska útrásin og innrás heitustu bandanna í iðandi hrærigraut. Í tæplega viku breytist Reykjavík úr svefnbæ í alvöru stórborg með pökkuðum kofum, hljómsveitum að gera sitt besta í öllum hornum og sendiboðum meiksins sveimandi um með tékkheftið. Nú er gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun
Frá því fyrsta nútímahljómsveit Íslands, Hljómar, kom fram hafa metnaðarfullar hljómsveitir átt í ástar/haturssambandi við klakann. Hér er fæðingardeildin og heimavöllurinn, en Ísland er örmarkaður sem hljómsveitir klára á fyrsta æviskeiði sínu. Ekkert kálar góðri hljómsveit eins hratt og örugglega og að hanga hér í fámenninu spilandi endalaust fyrir sama fólkið. Því hafa popparar verið með meikið á bakvið eyrað frá fyrstu tíð. Hljómar breyttu sér í Thor's Hammer en urðu því miður ekki heimsfrægir. Þrátt fyrir stórglæsilega hljómsveitarbúninga gerðist ekkert hjá Change. Mezzoforte braut ísinn með Garðveislunni en það var ekki fyrr en Björk og Sigur Rós ráku upp sitt hreinskilna gól að boltinn fór að rúlla. Ísland, sem einu sinni var ekkert í eyrum umheimsins, er nú þekkt sem uppspretta ótrúlegrar tónlistar. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Opinberir sjóðir hafa lokist upp og það er sem betur fer af sem áður var þegar til dæmis Sykurmolarnir þvældust á milli ráðuneyta án þess að fá krónu í styrk þegar þeim var boðið að hita upp fyrir U2. Í hverju einasta viðtali eru böndin spurð um Ísland; landið, veðrið, álfana. Hvernig hefur náttúran áhrif á tónlist ykkar, spyrja blaðamenn, og síðan: Hvernig stendur á öllum þessum fjölda frábærra hljómsveita frá svona litlu landi? Böndin stama eitthvað en hafa í raun ekkert svar, bara: „Svona er að vera Íslendingur, skill jú?" Meikið er gegndarlaust hark og taumlaust rugl. Tíu tíma flugferð til að spila fyrir fimmtíu manns í horni þar sem pool-borðið á að vera í holu í Montréal. Þessir fimmtíu vilja miklu frekar spila pool en hlusta á náttúrubörnin rokka. Mánaðarlangur túr um skítakamrapöbba, allir fúlir og svekktir í rútunni, timbraðir og þreyttir. Koma svo heim, reyna að láta þetta líta vel út í viðtölum og langar ekkert meira en að komast aftur á túr. Iceland Airwaves byrjaði í gær og stendur fram á mánudagsmorgun. Þetta er frábærasti tónmenningaratburður ársins, hin eina sanna uppskeruhátíð tónlistarbransans. Hér sameinast íslenska útrásin og innrás heitustu bandanna í iðandi hrærigraut. Í tæplega viku breytist Reykjavík úr svefnbæ í alvöru stórborg með pökkuðum kofum, hljómsveitum að gera sitt besta í öllum hornum og sendiboðum meiksins sveimandi um með tékkheftið. Nú er gaman.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun