Askar selur lúxusíbúðir í Kína 18. október 2007 15:18 Hong Kong. Fermetraverðið í Hong Kong jafnast á við það sem gildir í miðborg Lundúna og New York. Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við að breyta húsunum, sem var nokkur að sögn Karls Péturs Jónssonar, verkefnisstjóra hjá fasteignaráðgjöf Askar. Þetta sé eitt af fyrstu verkefnunum sem fasteignaráðgjöf Askar ljúki og ávöxtunin hafi verið umfram væntingar. Askar hafði milligöngu um fasteignakaupin fyrir hönd íslenskra fjárfesta í samstarfi við aðila í Hong Kong. Í júní 2006 voru keyptar fasteignir við Horizon Drive, sem er í öðru af tveimur dýrustu hverfum Hong Kong. Samtals voru húsin tæplega þúsund fermetrar. Úbúnar voru tvær lúxusíbúðir í tveimur húsum. Annað húsið er um 437 fermetrar og hitt um 532 fermetrar að stærð. Samanlagt nam kaupverðið um 2,2 milljörðum íslenskra króna miðað við gengisskráningu í gær. Samkvæmt þessu kostar hver fermetri á þessu svæði í Hong Kong um 2,4 milljónir króna. Til samanburðar kostaði fermetrinn í íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á Manhattan í New York um 2,3 milljónir króna og var tilefni fréttaskrifa í þarlendum blöðum. Meðalverð á fermetra í Reykjavík í sérbýli hefur verið um 250 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Kaupandinn er heimamaður sem vill flytja inn sem fyrst samkvæmt Hong Kong Economic Times. Gengið verður frá viðskiptunum innan þrjátíu daga. Innréttingar og húsbúnaður fylgja með í kaupunum. Í fréttinni kemur fram að fáar lúxusíbúðir séu á markaðnum og því fýsilegur fjárfestingarkostur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við að breyta húsunum, sem var nokkur að sögn Karls Péturs Jónssonar, verkefnisstjóra hjá fasteignaráðgjöf Askar. Þetta sé eitt af fyrstu verkefnunum sem fasteignaráðgjöf Askar ljúki og ávöxtunin hafi verið umfram væntingar. Askar hafði milligöngu um fasteignakaupin fyrir hönd íslenskra fjárfesta í samstarfi við aðila í Hong Kong. Í júní 2006 voru keyptar fasteignir við Horizon Drive, sem er í öðru af tveimur dýrustu hverfum Hong Kong. Samtals voru húsin tæplega þúsund fermetrar. Úbúnar voru tvær lúxusíbúðir í tveimur húsum. Annað húsið er um 437 fermetrar og hitt um 532 fermetrar að stærð. Samanlagt nam kaupverðið um 2,2 milljörðum íslenskra króna miðað við gengisskráningu í gær. Samkvæmt þessu kostar hver fermetri á þessu svæði í Hong Kong um 2,4 milljónir króna. Til samanburðar kostaði fermetrinn í íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á Manhattan í New York um 2,3 milljónir króna og var tilefni fréttaskrifa í þarlendum blöðum. Meðalverð á fermetra í Reykjavík í sérbýli hefur verið um 250 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Kaupandinn er heimamaður sem vill flytja inn sem fyrst samkvæmt Hong Kong Economic Times. Gengið verður frá viðskiptunum innan þrjátíu daga. Innréttingar og húsbúnaður fylgja með í kaupunum. Í fréttinni kemur fram að fáar lúxusíbúðir séu á markaðnum og því fýsilegur fjárfestingarkostur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira